Úrval - 01.10.1958, Blaðsíða 19

Úrval - 01.10.1958, Blaðsíða 19
TILRAUNIR lylEÐ GERVISKYNFÆRI ÚRVAL Segulband var notað við kennsluna. Einföld orðasam- bönd eins og: „Já, pabbi; nei, pabbi; já, mamma; nei, herra; já, frú,“ o. s. frv. voru leikin og maðurinn hlustaði á þau og endurtók þau. Ég fékk einn dag- inn að vera viðstaddur kennslu- stund. Maðurinn skildi þá 76% orðanna sem leikin voru og var það mikil framför frá því viku áður. Svo heppilega vill til, að maðurinn sem gekk undir þessa sögulegu aðgerð er bæði greind- ur og vel menntaður og leggur sig allan fram um að ná sem beztum árangri. Heima hjá sér hefur hann tæki sem hann notar til að tala við sjálfan sig. Hann æfir sig nokkra klukkutíma á dag á þann hátt að hann reynir að endurtaka sem nákvæmast þau hljóð sem hann heyrir. Heyrnarleysi af völdum streptomycingjafar mun að öllum líkindum reynast auðvelt að bæta með þessari aðferð. Margir sjúklingar, einkum börn og unglingar, sem læknast hafa af berklum með þessu fúka- lyfi, hafa goldið batann með heyrnarleysi. Telpa frá Indó- kína sem misst hafði heyrnina á þennan hátt, var óðfús að ganga undir aðgerð. Til þess að ganga úr skugga um hvort von væri til að þessi aðgerð kæmi að gagni við þessa teg- und heyrnarleysis, þurfti að prófa hvort heymartaugin væri starfhæf. I samráði við dr. Vallancian, forseta háls-, nef- og eyrna- deildar La Faculté de Medicine fann Djourno prófessor aðferð til að prófa það. Hann stakk í gegnum hljóðhimnuna nál, sem var einangruð nema í odd- inn og snerti með oddinum eitt af beinunum þrem í miðeyranu: hamar steðja og ístað. Þegar búið var að koma nálinni fyrir var hún tengd við tækið sem sett var á hljóðhimnuna. Svo var maður látinn tala við hljóð- nemann og heyrði þá telpan rödd hans. Hún talaði síðan sjálf í hljóðnemann og hrópaði: ,,Ég heyri mína eigin rödd!“ Síðan var gerð á henni sams- konar aðgerð og á manninum sem áður var um getið. Of snemmt er að segja hvort að- gerðin hefur tekizt, en ef að líkum lætur hefur hún átt að takast betur en sú fyrri. Líf- færi innra eyrans sem ,,þýða“ hljóðboðin voru óskemmd. Hljóðin ættu því að verða telp- unni skiljanlegri en manninum. Hér hafa á ýmsum sviðum opnast leiðir til tilrauna og hjálparbeiðnir frá sjúklingum berast sífellt að. En til þess að unnt verði að hjálpa þessu fólki ber nauðsyn til að koma þessu af tilraunastiginu og flytja að- gerðina yfir í hin almennu sjúkrahús. Næsta skrefið verð- ur svo að prófa hvort eyrað sé eina skynfærið sem spanspóla getur komið í staðinn fyrir. 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.