Úrval - 01.10.1958, Blaðsíða 36

Úrval - 01.10.1958, Blaðsíða 36
TJRVAL GLERAUGU HANDA GLÁMSKYGGNUM uppsetningu hins nýja, risastóra stjörnusjónauka á Palomar- fjalli. Þá datt honum í hug, að það hlyti að vera hægt að búa til gleraugu, sem byggðust á grundvallarreglum sjónaukans og væru með fleygmynduðum linsum í stað hnattlagaðra. Hann bjó til nokkrar gerðir af slíkum linsum og reyndi þær, tvær fyrir hvort auga, og heppnin var með honum — ára- langt starf hafði borið ávöxt. Hann hafði hvað eftir annað reynt að fá f járhagslegan stuðn- ing til rannsóknanna, bæði frá einstökum stofnunum og yfir- völdum vestanhafs, en árang- urslaust. Hver vildi styrkja skýjaglóp, sem ætlaði sér að búa til gleraugu handa fólki með 2% sjón! Til að gefa dálitla hugmynd um, hvað átt er við með 2% sjón, skulum við hugsa okkur, að sjúklingurinn eigi að telja fingur á manni, er stendur í eins metra fjarlægð. Ef honum tekst það, eru miklar líkur til, að nýju blindrargleraugun komi honum að notum. Þau eru fram- leidd í tveim gerðum, lesgler- augu og fjarsýnisgleraugu, og eru aðeins ætluð fólki, sem er svo glámsýnt, að annars konar gleraugu eru gagnslaus. Þessi nýja uppfinning gerir mönnum fært að nota til hlítar hina ósködduðu hluta nethimn- unnar og fá þannig nálægt 60 gráða sjónsvið. Ekki skiptir neinu máli í því sambandi, hvaða sjúkdómur hefur skadd- að augað. Af þessu má þó ekki draga þá ályktun, að gleraugun geti læknað sjúklinginn — það er útilokað; þau eru ekki annað en sniðulega útbúið stækkunar- gler. Stjörnusjónaukinn risa- stóri var smækkaður niður í gleraugnastærð, já meira að segja niður í barnagleraugu! Nú er hægt að leggja til hliðar bæk- ur með blindraletri og fækka leiðsöguhundum. Börn, sem ör- lögin léku svo grátt, að þeim var meinað að taka þátt í leikj- um félaganna og ná eðlilegum þroska í skólunum, geta nú lært i bekk með heilbrigðum börnum. Risasjónaukinn á Palomar- f jalli, sem einhvern tíma í fram- tíðinni á kannski eftir að gegna merkilegu hlutverki i landnámi vísindanna úti í geimnum, varð fyrirmyndin að nýju hjálpar- tæki fyrir milljónir manna ■— að vísu á takmörkuðu sviði, en þó með ótæmandi möguleika, sem okkur eru nú huldir, en framtíð- in ein getur skorið úr. Næsta skref dr. Feinblooms á að verða það að sameina augn- linsurnar og nýju blindragler- augun og reyna þannig að auka sjónsviðið upp í eðlilega vídd. Og það eru ekki aðeins sjúklingarnir sjálfir, heldur einnig þeirra nánustu, þjóðfé- lagið allt, sem bíður í eftirvænt- ingu og von eftir þeim degi, er hinn hugdjarfi vísindamaður brýtur þetta nýja blað í sögu uppfinninganna. 34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.