Úrval - 01.10.1958, Side 42
ÚRVAL
AFRlKUDAGAR
menn hart á skírlífisbrotum. Oft
deyja bæði móðir og bam við
hinar grimmilegu aðfarir. Lík
vesalings konunnar fær hvergi
legstað; því er fleygt út í kjarr-
ið, gömmum og sjakölum til við-
urværis. Ef barnið fæðist með
leynd á heimilinu eða meira að
segja hjá nágrannaþjóðflokki,
er það tekið og deytt strax eftir
fæðingu og líki þess fleygt fyrir
villidýrin.
Ungu stúlkurnar verða að
dansa í fjóra sólarhringa sam-
fleytt, að vísu með smáhvíldum,
en þó allsendis ófullnægjandi.
Dansinn er þeim hræðileg eld-
raun. Margar örmagnast á
þriðja eða f jórða degi, en trumb-
umar halda áfram látlaust og
engrar miskunnar er að vænta.
Vatni er stökkt á þær, sem
hníga niður, og ættingjarnir
stappa í þær stálinu og reka
þær inn í hópinn aftur, því að
dansa skulu þær, þó að fætur
þeirra og handleggir séu þungir
sem blý.
Að baki dansendunum standa
ættingjar stúlknanna úr kvenna-
hópi og berja saman axlarblöð-
um og ýmsum jarðyrkjuverk-
færum. Þær eru að minna stúlk-
urnar á, að nú þegar þær hafa
skilið við hina áhyggjulausu
æsku, er þeirra hlutskipti að
taka sér grefil og haka í hönd,
því að jarðyrkjustörfin eru ætl-
uð konunum — og þeim ein-
göngu.
Einum uxa er slátrað handa
hverri stúlku. Og hvílík smán
fyrir þá fjölskyldu, sem ekki
hefur ráð á að slátra öðru en
geit! Bitar af uxafitunni eru
þræddir upp á band og hengd-
ir sem skraut um háls stúlkunn-
ar, meðan hún er að dansa. Því
holdugri sem uxinn er, því
gildari er hálsfestin — og fitu-
taumarnir breiðari, sem renna
niður brúnan líkamann í hita
dansæðisins.
Að kvöldi fjórða dagsins
þagnar loks hinn hræðilegi
trumbusláttur. Gamall maður
birtist við inngönguhlið kvik-
f járréttarinnar þar sem dansinn
fer fram. Hann stingur staf,
sem er næstum klofinn að endi-
löngu, á kaf niður í jörðina í
miðju hliðinu, þannig að klofni
endinn snýr upp; síðan tekur
hann sér gleiðstöðu, grípur
báðum höndum um klofningana
og glennir þá sundur, svo að
þeir mynda smáop niðri undir
jörð beint fyrir framan fótleggi
mannsins. Gegnum þetta þrönga
op verða stúlkurnar að smeygja
sér hver á eftir annarri, ef þær
vilja komast út. Hver er upp-
runalegur tilgangur þessa ein-
kennilega siðar, veit nú enginn
lengur; hann er gleymdur og
grafinn. En venjunni er haldið
við, og stúlkumar verða enn
að leika sama leikinn tvisvar:
þegar þær fara út úr fremri
réttinni og að síðustu er þær
fara út um hliðið á aðalgirð-
ingunni og út á akrana, sem um-
lykja þorpið.
Þegar Ovafúkó, eins og stúlk-
40