Úrval - 01.10.1958, Qupperneq 47
AFRXKUDAGAR
TJRVAL
Þetta var stórmannlega mælt
og af fullri hreinskilni.
Auðvitað varð ég að heim-
sækja fyrstu konu hans, sem
jafnframt var þeirra elzt. Hún
bjó í sérstöku húsi eins og
aðrar Óvambó-konur. Þær eru
alveg út af fyrir sig; hafa sitt
eigið eldstæði og eigin þjón-
ustustúlku. Þegar kona vill vera
óáreitt í húsi sínu, setur hún
stóra, flata körfu í kringlótt
dyraopið og snýr botninn út —
það þýðir: ég er heima, en vil
ekki tala við neinn. Meira að
segja sjálfur húsbóndinn verður
að draga sig hljóðlega í hlé, þeg-
ar þannig stendur á. Ef hún
setur körfuna í innganginn
þannig, að botninn snýr inn,
merkir það: ég er farin út, að-
gangur bannaður!
Hér er lýst nokkrum einföldum tilraunum
til að prófa hvort menn séu litblindir.
Ertu lithlindur?
Grein úr „World Science Review",
eftir Leslie Wells.
YINUR minn sýndi mér ný-
málað húsið sitt og var
stoltur af. ,,Ég gerði það sjálf-
ur,“ sagði hann. „Hvernig finnst
þér það?“ Skærblái liturinn var
svo áberandi, að hann hlaut að
sjást úr mílu fjarlægð.
„Þú hefur málað það vel,“
sagði ég. „En liturinn... Er
hann ekki nokkuð æpandi?“
„Ha?“ Hann starði á mig
steinhissa. „Kallarðu grátt æp-
andi lit?“
Nú var komið að mér að reka
upp stór augu.
„Heldurðu, að þetta sé grátt?
Nei, góði minn, þetta er blátt og
það í skærara lagi.“
Það tók mig dálitla stund að
sannfæra vin minn um, að mér
væri fyllsta alvara.
„Ef svo er,“ sagði hann,
hlýt ég að vera litblindur."
Og auðvitað reyndist það
rétt. Hann hafði lifað í fjörutíu
og fimm ár, án þess að gera sér
45