Úrval - 01.10.1958, Page 50
■CRVAL
ERTU LITBLINDUR?
•ir nema fjólublátt. Flugur geta
líka þekkt sundur liti og eru
mjög næmar fyrir bláu. Þannig
er herbergi málað í bláum lit
næstum alltaf laust við flugur.
Fram til seinustu ára kom
vísindamönnum mjög á óvart,
hve auðveldlega okkur gekk að
greina á milli hinna 160 mis-
munandi litbrigða, er ber fyrir
augu okkar. Einnig var þeim
litblinda hulin ráðgáta. Nú vita
þeir aftur á móti, að við skynj-
um litina með þeim þúsundum
örsmárra stafa og keilna, er
mynda nethimnu augans. Stund-
um vantar fjaðurmagnið í stafi
þessa og keilur, þannig að togn-
un þeirra verður ekki í samræmi
við hinar ýmsu litbylgjur, er
skella á þeim.
Einnig er til nokkuð sem
heitir sjónpurpuri. Hann berst
auganu mjög fljótt, þegar birta
fellur á það, en hann eyðist líka
jafn skjótlega. Hjá litblindu
fólki endurnýjast sjónpurpurinn
ekki nægilega fljótt.
Er hægt að lækna litblindu?
Já, stundum, sem betur fer.
Einkum er það í þeim tilfellum
þar sem skekkjan er lítil. Ný-
legar athuganir hafa leitt í Ijós,
að skortur á bætiefnunum A,
B2 eða C getur dregið úr lita-
skynjun. Þorskalýsi og fæðu-
tegundir, er innihalda mikið af
A-bætiefni, koma að beztu haldi
til að fyrirbyggja litblindu, og
ef þeirra er neytt í nægilega rík-
um mæli á uppvaxtarárunum,
hefur það nærri alltaf góð á-
hrif á litaskynjunina.
— o —
Véltæknin — á lokastigi sínu.
Á rannsóknarstofu Bell-simafélagsins sá ég nýlega tæki sem ég
get ekki gleymt — frekar en aðrir sem hafa séð það í gangi. Það
er Vélin á lokastigi þróunar sinnar. Lengra verður ekki
komizt. Hún stendur á skrifborði Claude Shannons — eins og
illur draumur sem ásækir menn af'tur og aftur.
Einfaldari vél er ekki hægt að hugsa sér. Hún er ekki annað
en lítil tréaskja, á stærð við vindlakassa, og hnappur eða rofi á
framhlið hennar.
Þegar þrýst er á hnappinn heyrist uggvænlegt reiðisuð. Lokið
lyftist hægt, og upp úr öskjunni kemur hönd. Höndin teygir sig
fram úr öskjunni, þrýstir með einum fingri á hnappinn og dregnr
sig síðan aftur inn í öskjuna. Jafn afdráttalaust og óafturkallan-
lega og lok sem sett er á líkkistu fellur lokið að stöfum, reiðisuðið
þagnar og síðan ekki meir. Þögnin ríkir ein.
Þeim, sem sér þessa öskju í fyrsta. sinn án þess að vita hverju
hann á von á, verður ónotalega við. Það er eitthvað ólýsanlega
óheillavænlegt að sjá vél sem gerir ekkert — ekki nokkurn skap-
aðan hlut — annað en stöðva sjálfa sig.
— Arthur C. Clarke i „Voice Across the Sea“.
48