Úrval - 01.10.1958, Qupperneq 56
•OHVAJL
APINN, SEM VARÐ ABSTRAKTMÁLARI
uðum aldursskeiðum byrja ein-
mitt á einföldum, stuttum og
sundurslitnum línum, lengja
síðan línurnar og teikna þær
bognar, fara svo yfir í skrúfu-
og lykkjulaga línumyndun og
fara loks að fást við hringi,
krossa og ferhyrninga. Þessi
þróun frá ruglingslegu kroti yf-
ir í skýrt afmarkaðar myndir
er sjálfur lykillinn að mynd-
þroska mannsins, því að einmitt
þessar einföldu skýringarmynd-
ir leggja grundvöllinn að seinni
teikningum af vissum hlutum
og myndrænni heild.
Menn bíða þess nú með eftir-
væntingu að sjá, inn á hvaða
brautir þessi þróun beinist hjá
Congo. En fullnaðarsvar fæst
ekki við þeirri spurningu, fyrr
en fleiri simpansar hafa kvatt
trjágreinarnar og tekið sér
pensil eða blýant í hönd og
lagt inn á myndlistarbrautina..
Tvennskonar sjónarmið.
Það eru alltaf tvær hliðar á hverjum hlut og ekki sama af
hvaða sjónarhóli horft er. Þetta sannaðist svo ljóst sem verða
mátti fyrir skömmu á þingi, sem biskupar í brezka samveldinu
héldu nýlega í Englandi.
Eins og kunnugt er voru fyrstu hvítu landnemarnir í Ástralíu
glæpamenn, sem sendir voru þangað frá Bretlandi. Biskupinn af
Worcester var á áðurnefndu þingi að ræða um Ástralíu og sagði
á sinn kurteisa hátt, að Ástralíumenn gætu verið stoltir af for-
feðrum sínum, þetta hefði verið valið lið og þeir sem valið önn-
uðust hefðu verið brezkir dómarar.
Ástralskur biskup þakkaði þessi vinsamlegu orð hins brezka
starfsbróður sins, en sagði um leið eftirfarandi sögu: Ástralskur
maður sagði kunningja sínum, að hann ætlaði að fara til Eng-
lands. Kunninginn lét í ljós undrun sína. „Ekki mundi ég kæra
mig um að fara þangað,“ sagði hann. ,,Var það ekki þaðan, sem
allur glæpalýðurinn kom á sínum tima?“
— Birmingham Post.
Til fyrirmyndar.
„Afsakið, ég gaf yður skakkt númer," sagði símastúlkan.
„Minnist ekki á það,“ sagði maðurinn, sem hafði einsett séi'
að missa ekki stjórn á skapi sínu. „Eg er viss um að númerið sem
þér gáfuð mér er miklu betra en það sem ég bað um, þó að svo
standi á að ég hafi ekki not fyrir það núna.“
— Outspan.
54