Úrval - 01.10.1958, Blaðsíða 58
tJRVAL.
UNGLINGUM BANNAÐUR ABGANGUR!
glæða hann þar, þangað til við
í fyllingu tímans erum orðin
nógu gömul til að sjá hlutina
í réttu ljósi, á meðan þið sjálf
teygið hinn forboðna bikar á
laun, það kallið þið uppeldi! Það
er eitthvað bogið við slíkt sið-
gæði, kæru uppalendur!
En við vitum ósköp vel, að
hér er ekkert æsandi á seyði.
Þegar markaðsstjórinn tilkynn-
ir hástöfum, að börnum sé
bannaður aðgangur að sýning-
artjaldi þar sem ósvikin parís-
ardama ætli að hátta sig, vit-
um við sem höfum kíkt gegnum
slitinn tjalddúkinn, að með
þessu er aðeins verið að
„plokka“ ykkur, fullorðna fólk-
ið. Því að fyrir 50 aura má sjá
þar inni miðlungi snotra stúlku
afklæðast með margendurtekn-
um handbrögðum, lausum við
allan yndisþokka, og ekki svo
mikið sem hún berhátti, því að
bæði nærskyrta og buxur fá að
vera á sínum stað. Þær flíkur
höfum við svo oft séð á mæðr-
um okkar og systrum! Eigum
við skyndilega að fara að hugsa
eitthvað ljótt í því sambandi,
aðeins af því að okkur er bann-
aður aðgangur?
Hvers vegna megum við,
fjórtán ára unglingar, ekki sjá
nakta stúlku; við lékum okkur
þó saman í sandkassanum fyrir
tíu árum — jafn nakin og þegar
við fæddumst í þennan heim?
Okkur leyfist að sjá mynda-
styttur og málverk af berstríp-
uðu kvenfólki í listasöfnunum,
og komum meira að segja þang-
að inn í fylgd með æruverðugum
kennurum okkar. Þið reynið
augsýnilega að æsa löngun okk-
ar í hluti, sem í okkar augum
standa langt að baki áhugamál-
um eins og knattspyrnu, sund-
meistaramótum og tækninýj-
ungum. Og af hverju hagið
þið ykkur eins og kjánar með
því að líma pappírsræmur yfir
barminn á nektardansmeyjun-
um á myndunum í sýningar-
gluggunum? Haldið þið ekkí, að
okkur sé vel kunnugt um, að
þið eruð að reyna að fela brjóst-
in á þeim ? í stað þess að blygð-
ast ykkar fyrir að veita okkur
eðlilega fræðslu um kynferðis-
mál, og hylja ykkur í slitnum
feldi siðgæðisins, ættuð þið að
glæða andlega heilbrigði okkar
og flekklausan hugsunarhátt
með því að segja okkur, hvernig
við eigum að bregðast við, ef
maður kemur til okkar á götu,
býður okkur sætindi og dáist að
augunum í okkur. Ykkur væri
líka nær að fræða okkur á því,
að við lendum ekki í helvíti og
kvölunum, þó að við brjótum
eitthvað af okkur í ungæði
okkar. Við værum foreldrum
okkar afar þakklátir, ef þeir
ekki aðeins tækju okkur vara
fyrir freistingum hinna svoköll-
uðu götudrósa, heldur skýrðu
líka fyrir okkur þá hættu, sem
er á ferðinni, þar eð við vegna
reynsluleysis okkar erum gjarn-
ir á að álykta, að fullorðna fólk-
ið hafi aðeins meinað okkur að
56