Úrval - 01.10.1958, Side 66
Rakarar eiga sér stéttarbræður neðansjávar,
og þeir gera stéttinni áreiðanlega
ekki skömm tii!
Bartskerinn frá Bahamaeyjum.
Grein úr „The New Scientist“,
eftir John Lear.
AF fjölmörgum furðuverkum
hafsins, sem hugur minn
hefur verið að glíma við undan-
farna mánuði, er fátt gimilegra
til fróðleiks en bartskerinn frá
Bahama-eyjum. Og ég hafði ein-
mitt hugsað mér að segja ykkur
frá honum við þetta tækifæri
vegna þess, að stéttarbróðir
hans einn var rétt í þessu að
fá samastað á Smithsonian-
safninu, amerískum áhorfend-
um til fræðslu og skemmtunar.
Hver er þá þessi rakari? Það
er ofurlítil, bláhvít rækja, sem
setur upp ,,stofu“ sína í krónu
sæfífilsins, þessa furðulega íbúa
hafsins, sem getur heitið hvort
tveggja í senn —- dýr og planta,
en krónublöð hans eru í rauninni
stingandi fálmarar. Verja þeir
rakarastofuna fyrir ágangi öf-
undsjúkra keppinauta, meðan
rakarinn sjálfur er önnum kaf-
inn við að auglýsa starfsemi
sína með aðferðum, sem minna
ekki allítið á neonljósaskiltin,
sem notuð eru af starfsbræðrum
hans ofansjávar. Þessi fram-
takssami iðnrekandi þýtur fram
og aftur sveiflar hinum óeðli-
legu löngu, hvítu hausfálmurum
sínum til þess að draga að við-
skiptavini, er eiga leið framhjá.
Fiskar bregðast við þessum
merkjum á sama hátt og íbúar
mannheima, sem láta ginnast
af marglitum, titrandi ljósaug-
lýsingum. Þeir hægja ferðina og
nema svo alveg staðar. Sá
„næsti“ kemur sér haganlega
fyrir í klóm rakarans og setur
sig í stellingar, nauðalíkar þeim
sem sjá má hjá okkur mönnun-
um meðan við bíðum í rakara-
stólnum eftir árás hárklippn-
anna og rakhnífsins.
Rakari undirdjúpanna er
mjög félagslyndur, og þarf
það ekki að koma neinum á ó-
vart, sem komizt hefur klakk-
laust úr klóm stéttarbræðra
hans á þurru landi. Hann er
mjög natinn við starf sitt, at-
hugar viðskiptavininn frá
hvirfli til ilja og rakar af hon-
um örsmá sníkjudýr — hinar
svonefndu „sælýs“, sem oft eru
ósýnilegar berum augum, en
þær leita helzt fanga hjá hærri
64