Úrval - 01.10.1958, Síða 72
AST OG GROÐUR.
S A G A
eftir H. E. BATES.
1.
EGAR hann sté niður af ræðu-
pallinum að afloknum einum af
þessum langdregnu og leiðinlegu
borgarafundum, þar sem rætt hafði
verið um viðgerð á brúarspotta í
nær tvær stundir, sá hann sér til
ánægju að allir risu úr sætum. Það
var engu líkara en að hann væri
biskup að ganga út úr kirkju sinni.
Sumir fundarmenn, jafnvel úr hópi
hinna yngri, báru höndina upp að
höfðinu. Hann varð svo undrandi,
að hann gat varla gert sér grein
fyrir hver hann var og hvar hann
var staddur. Þetta var ekki Rússland
bændaánauðarinnar, ekki Irland eða
Spánn. Hann var ekki biskup og
þessir menn voru engin skriðdýr.
Þetta var England og þetta var
hans fólk. Það bjó í húsunum hans,
galt honum leigu — og ef ekki væri
óviðurkvæmilegt að komast svo að
orði á þessum upplýstu timum —
það vann fyrir hann á landareign-
inni, á fjögur þúsund ekrunum hans.
„Góða nótt, öll sömul", sagði hann.
Hann hafði verið í borginni allan
daginn, og fyrstu vorhitarnir höfðu
lamað hann og tekið á taugarnar.
Áður en hann setti upp svarta hatt-
inn lyfti hann honum ofurlítið. „Góða
nótt.“
„Góða nótt, herra Fitzgerald,“
sagði fólkið. Hér og þar þóttist
hann greina raddir sem sögðu:
„Þakka yður fyrir“. Hann gekk fram
ganginn milli stólanna. „Góða nótt,
herra. Góða nótt“.
1 sama bili og hatturinn snerti
höfuð hans, kom hann auga á stúlk-
una, sem hafði horft svo ákaft á
hann meðan á fundinum stóð. Hún
sat í öftustu sætaröðinni, hjá dyr-
unum,
Hún var ein síns liðs og studdi
berum handleggjunum á stólinn fyrir
framan sig. Hún var eina manneskj-
an í salnum, sem ekki hafði staðið
upp. Hann hafði fyrst veitt henni
athygli af þveröfugri ástæðu •—• hún
hafði ekki sezt niður meðan hann
flutti ræðu sína; honum hafði dottið
í hug, að hún hefði gert það til þess
að geta virt hann betur fyrir sér.
Hann hafði séð hana standa upp
við vegginn allan timann, brún augu
höfðu starað á hann undan gulum
klút, sem hún hafði bundið um höf-
uð sér.
70