Úrval - 01.10.1958, Blaðsíða 72

Úrval - 01.10.1958, Blaðsíða 72
AST OG GROÐUR. S A G A eftir H. E. BATES. 1. EGAR hann sté niður af ræðu- pallinum að afloknum einum af þessum langdregnu og leiðinlegu borgarafundum, þar sem rætt hafði verið um viðgerð á brúarspotta í nær tvær stundir, sá hann sér til ánægju að allir risu úr sætum. Það var engu líkara en að hann væri biskup að ganga út úr kirkju sinni. Sumir fundarmenn, jafnvel úr hópi hinna yngri, báru höndina upp að höfðinu. Hann varð svo undrandi, að hann gat varla gert sér grein fyrir hver hann var og hvar hann var staddur. Þetta var ekki Rússland bændaánauðarinnar, ekki Irland eða Spánn. Hann var ekki biskup og þessir menn voru engin skriðdýr. Þetta var England og þetta var hans fólk. Það bjó í húsunum hans, galt honum leigu — og ef ekki væri óviðurkvæmilegt að komast svo að orði á þessum upplýstu timum — það vann fyrir hann á landareign- inni, á fjögur þúsund ekrunum hans. „Góða nótt, öll sömul", sagði hann. Hann hafði verið í borginni allan daginn, og fyrstu vorhitarnir höfðu lamað hann og tekið á taugarnar. Áður en hann setti upp svarta hatt- inn lyfti hann honum ofurlítið. „Góða nótt.“ „Góða nótt, herra Fitzgerald,“ sagði fólkið. Hér og þar þóttist hann greina raddir sem sögðu: „Þakka yður fyrir“. Hann gekk fram ganginn milli stólanna. „Góða nótt, herra. Góða nótt“. 1 sama bili og hatturinn snerti höfuð hans, kom hann auga á stúlk- una, sem hafði horft svo ákaft á hann meðan á fundinum stóð. Hún sat í öftustu sætaröðinni, hjá dyr- unum, Hún var ein síns liðs og studdi berum handleggjunum á stólinn fyrir framan sig. Hún var eina manneskj- an í salnum, sem ekki hafði staðið upp. Hann hafði fyrst veitt henni athygli af þveröfugri ástæðu •—• hún hafði ekki sezt niður meðan hann flutti ræðu sína; honum hafði dottið í hug, að hún hefði gert það til þess að geta virt hann betur fyrir sér. Hann hafði séð hana standa upp við vegginn allan timann, brún augu höfðu starað á hann undan gulum klút, sem hún hafði bundið um höf- uð sér. 70
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.