Úrval - 01.10.1958, Blaðsíða 76

Úrval - 01.10.1958, Blaðsíða 76
TjRVAXi ÁST OG GRÓÐUR hennar. Augu hennar, dökk og heit, eins og ílangir brumknappar, voru hálflokuð. Þau störðu á hann líkt og í móki. Hann lyfti enn hattinum og tók hann síðan ofan. „Hliðið hefur verið læst í meira en ár. Næstum tvö ár,“ sagði hann. ,,Það var alltaf opið." „Já, hér áður.“ Langar, hörunds- mjúkar hendur hennar sneru upp á höfuðklútinn. Þær minntu hann á seiðkonuhendur. Hann sagði: „Mað- ur ræður ekkert við fólkið. Það skemmir og eyðileggur. Það kom hingað alls kyns fólk og eyðilagði ósköpin öll —“ „Það var leitt," sagði hún. „Það er svo fallegt —“ Hann þreifaði eftir lyklakippunni í vasa sínum. „Langar yður til að koma inn í garðinn? Voruð þér að hugsa um að ganga i gegnum hann?“ „Já.“ „Ég get opnað fyrir yður. Ég ætla sjálfur þess leið —“ Það varð engin breyting á syfju- legu augnaráðinu, þegar hún sagði: „Ég held annars að ég snúi við. Það er orðið áliðið og vist enginn tími til þess." „En það er engin fyrirhöfn. Ég er með lykilinn. Ég er alltaf með lyk- ilinn." Hann hélt á stórri lyklakippu í annarri hendinni og reyndi að finna hliðlykilinn með hinni. Það voru þrjátíu eða fjörutíu lyklar á kipp- unni. Hann mundi eftir því að lyk- illinn var langur og klunnalegur. Hún stóð kyrr og þögul meðan hann var að reyna lyklana, einn af öðrum. Hann reyndi fimm lykla, en þeir gengu ekki að skránni. Þá sagði hún: „Svona margir lyklar og ekki sá rétti —“ „Ég nota hann svo sjaldan, þetta basl stafar af því —“ Hann stakk einum lyklinum eftir annan I skrána. Hann átti erfitt með að halda á hattinum og setti hann þvi upp og ýtti honum aftur á hnakka. Hann reyndi enn einn lykil, en það var ekki heldur sá rétti. Honum heyrðist hún reka upp snögg- an, lágan kuldahlátur, en þegar hann leit við, sá hann að hún starði með sama mókandi augnaráðinu og áður. Hún endurtók að þetta væri óþarfa fyrirhöfn; en hann fór að kalla á hliðvörðinn, sem bjó í litlu húsi með gotneskum gluggum innan við girð- inguna. „Smith! Ertu þarna? Smith! Ertu þarna?" Lágvaxinn kona með hárhnút og gráa svuntu kom hlaupandi út úr húsinu andartaki seinna og hélt á lyklunum. „Mér þykir þetta ákaflega leitt, herra. Mér þykir þetta ákaflega leitt. Ég vissi ekki að það voruð þér. Ég heyrði ekki —“ „Mig langar bara að ganga gegn- um garðinn. Ég finn ekki lykilinn minn." „Viljið þér ekki fá þennan lykil, herra ?“ „Jú,“ sagði hann. „Viljið þér rétta mér hann.“ Bak við litla, hvíta húsið, tók við stígur jaðraður hvitum, blómstrandi 74
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.