Úrval - 01.10.1958, Side 82

Úrval - 01.10.1958, Side 82
TJRVAL ÁST OG GRÖÐUR alltaf til of mikið af því. Ég gaf kunningjum mínum það —“ „Jæja, sagði hann, „hvernig líður hrossaþjóf unum ? “ Það var gömul, gróf fyndni hans að kalla vini hennar hrossaþjófa. Hún lét sem hún sæi hann ekki og sagði ekkert. Honum fannst hún vera orðin nokkuð feitlagin í andlitinu. Ef til vill stafaði það af því, að hana skorti ekkert og hún gerði ekkert; ef til vill var orsökin sú, að holda- far fertugsaldursins hafði gert vart við sig á undan áætlun. En hver svo sem ástæðan var, þá vissi hann full- vel, að hann mundi ekki þola þetta öllu lengur. „Kjötið er viðbjóðslegt", sagði hann. Hann lagði frá sér hnífinn og gaffalinn. Hún svaraði engu fremur en áður. Hann minntist dagana fyrir stríðið, áður en faðir hans dó, þegar þau höfðu fengið fallegt og ljúffengt kjöt úr eigin sláturhúsi. Svínakjöt, nautakjöt, lambakjöt, fasan og kálfakjöt: það var sama hvað mann langaði í, það var alltaf til. „Ástandið hjá okkur er ekki ó- svipað kjötinu, sagði hann, ,,er það ekki rétt? Það er slæmt, og ef við værum hreinskilin mundum við segja, að við kærðum okkur ekki um meira af því.“ „Ég hef aldrei sagt, að ég kærði mig ekki um meira." „Af því að þú ert ekki hreinskilin." „Ég held að þetta komi ekki hrein- skilni við.“ Ekki það ?“ Hvílík heimska að fara að fitja upp á svona þrætu! Hún gat ekki haft annað en brigsl og rifrildi í för með sér, enda munaði nú engu að upp úr syði. Hann kreppti hnef- ana undir borðinu, staðráðinn í þvi, að láta ekki út úr sér eitt einasta móðgandi orð, ef hann fengi við það ráðið. Það var honum styrkur að minnast þess, að í svona litlu húsi heyrði þjónustufólkið allt, sem talað var, og því sagði hann lágt og stilli- lega: „Má ég segja við þig fáein skyn- samleg orð ? Ætlar þú að hlusta á mig?" „Ég hlusta." „Viltu taka ákvörðun? Viltu leyfa mér að fara?" „Ég er búinn að segja allt sem ég hef að segja um þetta mál,“ sagði hún. Hann heyrði í kyrrðinni, gegnum opnar dyrnar, að gaukur var að kvaka úti í garðinum, kvakið var eins og þegar klukka slær, og nú mundi hann allt í einu eftir stúlk- unni, sem sveiflaði höfuðklútnum um langa, granna fótleggina, þegar hún gekk eftir stígnum milli kastaniu- trjánna. „Ég skal útvega sönnunina og svo framvegis, þetta vanalega", sagði hann. „Eg skal sjá um allt." Hún svaraði engu. Hann tók eftir því, að hún hafði ekki greitt sér al- mennilega áður en hún kom niður til að borða, og hann sá að hárið hafði bælzt og farið úr skorðum undan klútnum. Þetta vakti líka gremju hans; en þegar honum varð hugsað til stúlkunnar, sem var svo há og grönn og blómleg, rann honum reiðin. Einhver eins og hún; einhver ný, ó- 80
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.