Úrval - 01.10.1958, Page 87

Úrval - 01.10.1958, Page 87
ÁST OG GRÓÐUR URVAL, kjósanlegastur. En það er vatn á tuttugu og tveggja þumlunga dýpi næstum allsstaðar. Ég skal sýna yð- ur það.“ Pritchard boraði niður i jörðina og kippti bornum síðan snöggt upp aft- ur. „Sjáið þér þessa ryðlitu bletti? þeir eru eins og æðar." Hann krafs- aði ryðlita kekki úr moldinni. „Þetta er vatnið yðar. Það er allsstaðar vatn.“ Fitzgerald vissi, að þetta þýddi meiri framræsluframkvæmdir. Þær voru mjög kostnaðarsamar, en hann gerði sér líka ljóst, að hjá þeim varð ekki komizt og að hann mundi ráð- ast í þær smámsaman. Það kæmi allt á sínum tíma. „Mér þykir vænt um að þér skuluð láta gera þessar athuganir, herra. Það er einkennilegt, þegar maður fer að hugsa um það, að þó að mað- ur gangi um landið þvert og endi- langt, veit maður ekki hvað býr undir yfirborðinu." „Alveg rétt." ,,Ég tek vatnið til dæmis. Maður skyldi halda að jarðvegurinn hérna væri skraufþurr. Ekki vatnsdropi í moldinni. Og samt er vatn hér eins og annarsstaðar, það seitlar gegnum jarðlögin." „Þetta er eins og opinberun," sagði hann. Síðan kvaddi hann, steig upp í jeppann og ók gegnum sóleyjar- breiðurnar heim að húsinu. Klukkan var að slá sex þegar hann stöðvaði bílinn hjá herskálarústunum. Gular sóleyjarnar höfðu slitnað upp og vafist um hjólnafirnar, og hjá her- skálarústunum stóðu hvítar netlumar í blóma. Þegar hann leit niður eftir stígnum kom hann ekki auga á stúlkuna. Hann varð gripinn einkennilega sárum vonbrigðum meðan hann beið. paginn áður hafði hann litið á það sem gerzt hafði sem einstaklega skemmtilega tilviljun. Hann hafði ekki einu sinni girnzt hana, eins og hann hafði oft girnzt aðrar konur, sökum einstæðingsskapar síns, eða til þess að storka Kordelíu, sem vildi hvorki fara frá honum né leyfa honum að fara. En núna þegar hann gekk fram og aftur milli rústanna, gat hann ekki sætt sig við þá tilhugsun að stúlkan kæmi ekki. Ástæðan var ekki sú ein, að hann var þvi vanastur að fá vilja sínum framgengt. Það var eitthvað annað, eitthvað óvænt og dularfullt, sem hann gat ekki gert sér grein fyrir. Þá heyrði hann allt í einu rödd hennar. Hann leit við og sá hana koma í ljós milli sedrustrjánna, sem stóðu við húshliðina. Hann varð allt í senn forviða, glaður og gramur. Gremja hans stafaði af því, að hún var enn með sama gula klútinn; og nú hafði hún bundið hann um höfuð sér. En gremjan hvarf þegar hann horfði á hana sveifla löngum, grönn- um fótunum gegnum grasið. Hann var ekki með hatt þennan dag og lyfti því aðeins hendinni til að heilsa henni. Hún veifaði líka til hans og hann sá að hún hélt á rauðum blóm- vendi. 85
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.