Úrval - 01.10.1958, Síða 91

Úrval - 01.10.1958, Síða 91
ÁST OG GRÖÐUR ÚRVAL, hana svo, að hún starði í algleymi yfir landið. Allt í einu sagði hún: „Við erurn þá ekki ein. Það er einhver á vakki þarna bak við .sedrustrén." „Hvar ?“ „Þér heyrið til hans.“ Kvöldið var svo hljótt, alveg logn, jafnvel þarna efst uppi í húsinu, að hann heyrði fótatak í þurru laufi og grasi bak við sedrustrén, ná- kvæmlega eins og hún sagði. „Það kemur enginn hingað," sagði hann. „Hliðið er lokað." „Það er einhver þarna. Barn eða eitthvað. Þér sjáið það núna." Eitthvað hvítt flykki, líkt og vofa, kom í ljós undir svörtum greinum sedrusviðarins. „Það er páfugl," sagði hún. „Hann er hvítur." Hún hallaði sér áfram til að horfa á fuglinn. Snjóhvítur páfuglinn vapp- aði hægt áfram, hálfhulinn, vofufugl í grasinu, og um leið og hún hallaði sér áfram smeygði hann handleggn- um utan um hana. En hún virtist ekki taka eftir því, eða hafði engan áhuga á því. „Páfuglar, kamelíur og lofther- bergi," sagði hún. „Vitið þér ekki hvað þér eigið?" „Maður lifir ekki á páfuglum, kamelíum og þessháttar," sagði hann. „Ég er bóndi. Kaupsýslumað- ur. Jarðeigandi." „Þetta er yndislegt hús,“ sagði hún. „Ó, yndislegt!" sagði hann, „Dá- samlegt. Fjörutíu þjónar og hundrað smálestir af kolum yfir veturinn." „Ég er hrifin af því,“ sagði hún. „Ég kann vel við mig hér.“ „Mundi yður langa til að koma hingað aftur?" sagði hann. Hann hreyfði handlegginn, lyfti henni upp og sneri henni að sér. „Oft?" „Oft.“ En þegar hann var í þann veginn að kyssa hana, vék hún sér snögg- lega undan og dró hann inn í her- bergið. „Ekki þarna," sagði hún. „Ég treysti engum. Jafnvel ekki páfugl- inum. Og auk þess verð ég að fara." „Nei, þér megið ekki fara.“ „Ég verð að fara." „Ég þarf að heimsækja einn af landsetum mínum og ég ætlaði að spyrja yður hvort þér vilduð koma með —.“ „Á morgun," sagði hún. „Allt í lagi,“ sagði hann. „Eigum við að hittast hérna á morgun og fara svo —?" „Nei. Við skulum fyrst fara þang- að, hvar sem það nú er, og koma svo hingað." Hann kyssti hana aftur; og þarna, hjá rúminu, í hlýjum geislum kvöld- sólarinnar, sem skein inn um opinn gluggann, endurgalt hún kossinn með sömu tregðunni og ástríðuleysinu, sem hafði komið honum svo mjög á óvart áður. Úti í garðinum söng næturgalinn fullum hálsi. Hvíti pá- fuglinn reikaði eins og svefngengill í sölnuðu laufinu og grasinu, og skrjáfið var þurrt, næstum ónotalegt. Stúlkan tók klútinn og blómvöndinn af rúminu. Þegar hann ætlaði að kyssa hana í síðasta sinn, kom hann 89
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.