Úrval - 01.10.1958, Page 92

Úrval - 01.10.1958, Page 92
tJRVAL ÁST OG GRÓÐUR af slysni við fíngerð, vaxkennd blóm- in og krónublöðin sálduðust niður á gólfið eins og bleikar oblátur. Gálausi maður,“ sagði hún. ' 4. Kvöldið eftir, þegar hann fór að heimsækja Medhurst, gat hann ekki að því gert, að honum þótti allt of mikið veður gert út af vatnsbólinu. Meðan stúlkan beið i jeppanum í tröðunum undir heslitrjánum, mældi hann tvisvar sinnum í skrefum vega- lengdina frá bakdyrum hússins út að brunninum, sem hann hafði séð kvartað svo mjög yfir. Fjarlægðin var ekki meira en fimmtán metrar. „Þú sagðir að brunnurinn væri í hundrað metra f jarlægð," sagði hann. „Þegar maður þarf að sækja vatn á vetrarmorgni og vaða djúpan snjó, finnst manni það vera hálf míla.“ „Manni finnst, manni finnst," sagði hann. „Það er þó staðreynd, að þetta eru ekki nema fimmtán metrar." Medhurst var á skyrtunni og horf ði rjóður og þungbúinn á Fitzgerald. Konan hans, sem að áliti Fitzgeralds var af sígaunakyni, með svart, hrokkið hár og í svartri blússu, sem hún hafði nælt saman á flötu brjóst- inu með öryggisnælu, stóð við bak- dyrnar og var að gefa átján mánaða gömlu barni að sjúga. Barnið var nakið að öðru leyti en því, að það var vafið í fatadruslu. „Jæja, við skulum láta fjarlægð- ina liggja á milli hluta," sagði Fitz- gerald. „En hvemig er vatnið ? Er það gott?" „Nei, herra." Hann fór að virða veiðimanna- kofann fyrir sér. Það gat vel verið að hann væri gleyminn, hann hafði svo mörgu að sinna og nauman tíma; hann viðurkenndi það. En nú mundi hann eftir kofanum. Þegar hann sem drengur hafði verið í veiðiferðum með föður sínum, hafði hann kom- ið hingað. Þetta var þægilegur án- ingarstaður í þá daga. Hann mundi eftir litla kofanum, þegar hann var þéttskipaður veiðimönnum; hann minntist tóbakslyktarinnar, viski- þefsins og anganinnar af reykta fleskinu, sem var geymt í matar- körfunni undir stífuðum pentudúkn- um. Hann minntist veiðimannanna, sem stóðu á haustmorgni undir guln- andi heslitrjánum með bauta á diski og glas af gullnum bjór; og hann minntist raddanna, sem ómuðu í vetrarkyrrð skógarins. Það var gaman í þá daga; það var dálítið annað en nú. „Jæja," sagði hann. „Og hvernig er húsið." „Það er nú þarna, herra. Þér sjáið það sjálfur." Auðvitað sá hann það. Það var aflangt timburhús, klætt asbesti. Þakhellurnar höfðu einhvemtíma verið rauðar, en voru nú orðnar grænar af mosa; þakið sat á hús- inu eins og gamall böglaður hattur. Öskuborinn stígur lá um garðinn, þar sem ritjulegt kál óx, og subbu- legur þvottur hékk á snúru hjá eldi- viðarskúmum. „Hvað eru herbergin mörg?" spurði hann. „Eitt," sagði Medhurst. „Það er eitt, stórt herbergi." „Engin önnnr?" 90
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.