Úrval - 01.10.1958, Page 93

Úrval - 01.10.1958, Page 93
ÁST OG GRÓÐUR ÚRVAL „Viljið þér ekki líta inn og skoða það, herra ?“ „Ef það er ekki til óþæginda." „Mig langar til að þér lítið á það, herra.“ Þegar hann gekk að dyrunum á eftir Medhurst, stóð konan þar og hampaði óhreinu barninu. Það var engu líkara en að því hefði ekki ver- ið þvegið í margar vikur. Hún var ung, en guggin í framan, og hrukk- umar á hálsinum voru svartar af óhreinindum. Hún hafði hundið skó sína með seglgarnspotta, og starði sljóum augum á hann þegar hann tók ofan hattinn, áður en hann gekk inn. íbúðin var ekki nákvæmlega eins og Medhurst hafði lýst henni, enda hafði hann tæplega búizt við því. Þarna var eldhús með vaski og olíu- ofni, og við hliðina á því lítill þvotta- klefi með suðupotti; þetta voru í fyrsta lagi tvö herbergi. Svo var það þriðja herbergið, sem skipt var I þrennt með krossviðsplötum, sem náðu ekki upp í loftið; þama var dagstofa og tvö svefnherbergi. „Ég tók svo eftir að það væri bara eitt herbergi," sagði hann. „1 raun og veru er það ekki heldur nema eitt, herra." „Það get ég ekki skilið. Mér telst svo til að herbergin séu fimm.“ „Jæja, eitt eða fimm." Hann leit í kringum sig, hnugginn og gramur yfir því að notalega endurminningin um fleskið, viskiið og tóbakið skyldi vera dregin niður í þetta svað. Þarna var allt á kafi í sóðaskap, óhreinir diskar á borðinu, rúmfötin í kuðli, hvergi hægt að þverfóta fyrir slitnum gúmmiskóm, pokum og aflóga leikföngum. Enda þótt hann væri bálreiður, stillti hann sig og sagði kuldalega: „Yfir hverju ertu að kvarta?" „Nú, það er í fyrsta lagi vatnið — „Þú sagðir að það væri ekkert að vatninu." Konan, sem var enn að hampa barninu, kom í dyragættina og starði inn með opinn munninn. „Við verðum að sofa í tveimur herbergjum, við verðum að sofa í tveimur herbergjum —.“ „Þið þrjú?" „Nei, herra; sex,“ sagði Medhurst. „Við eigum tvo drengi og telpu fyrir utan þetta barn, herra. Þau eru orð- in stálpuð. Það er það sem að er." „Við verðum að sofa í tveimur herbergjum, við verðum að sofa í tveimur herbergjum —.“ „Hvað er kaupið þitt núna, Med- hurst?" sagði hann. „Tæp fimm, herra.“ „Og þú færð styrk?" „Já, herra." „Það eru fimmtán í viðbót, ekki satt?" sagði hann. Hann beið ekki eftir svarinu. „Og konan þín — hún vinnur sér líka eitthvað inn ? Og drengirnir ? Eitthvað áskotnast þeim ?“ „Já, herra." Hann fylltist viðbjóði og hreytti út úr sér: „Yfir hverjum ósköpunum ertu þá að kvarta?" Meðan Medhurst stóð þarna rjóð- ur og orðlaus, fór konan að vola í dyrunum: „Við verðum að sofa í tveimur herbergjum —." 91
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.