Úrval - 01.10.1958, Side 94

Úrval - 01.10.1958, Side 94
tÍRVAL, ÁST OG GRÖÐUR „Fyrst þykist þú búa. í einu her- bergi. Svo verða þau tvö. En í raun og veru eru þau fimm." „Ég býst við að það sé rétt, herra.“ „Auðvitað er það rétt. Þú skrökv- aðir því að það væri aðeins eitt herbergi. Alveg eins og þú sagðir ósatt um vatnið. Hvað viltu að ég geri?“ Hann reyndi að komast út um dyrnar og hrópaði: „Littu á þetta. Horfðu í kringum þig. Þetta var einu sinni þokkalegasti kofi — hann var alltaf sæmilega þrifalegur —!“ Það var eins og þessi orð hans þeyttu honum framhjá sóðalegu kon- unni og óhreina barninu, gegnum subbulegt eldhúsið. Hann heyrði að baki sér slitrótt tautið í Medhurst, síðustu kveinstafina, þegar hann gekk eftir öskubornum stígnum, burt frá húsinu. Þegar hann var á leiðinni að jepp- anum, varð honum ljóst, að hann hafði tafizt lengur en hann hafði ætlað. Stúlkan var horfin. Hann stóð þarna á mjóum stígnum í eina eða tvær sekúndur, honum rann reiðin smámsaman, en í staðinn var hann gripinn einkennilega sárum vonbrigð- um, líkt og hann hafði orðið fyrir kvöldið áður; það var einhver óljós kvíði um að hún mundi svíkja hann, þegar henni byði svo við að horfa. Það glaðnaði yfir honum þegar hann sá hana koma gangandi eftir skógargötunni undir heslitrjánum. ,,Ég hélt að ég væri búinn að missa þig,“ sagði hann. „Aftur?" Hún brosti. „Hérna er blóm handa þér.“ Hún stóð svo ná- lægt honum, að það munaði engu að líkami hennar snerti hann meðan hún var að stinga blóminu í hnappa- gatið. „Það er horft á okkur," sagði hún. „Það er fólkið í húsinu. Nú byrjar umtalið." Hann sá Medhurst og konuna með berrassaða barnið útundan sér. Hann sá líka ritjulegt kálið, öskuborna stíginn og subbulega þvottinn á snúr- unni. „Umtalið ?“ „Ég er að stinga blómi í hnappa- gatið þitt. Ég er að aka með þér í jeppa. Þarf frekar vitnanna við?“ Viðbjóðurinn á sóðaskapnum og vesaldómnum í litla húsinu náði aft- ur tökum á honum. Hugur hans fylltist heift, bæði vegna þess að ljúfum bernskuminningum hans hafði verið spillt á svo hrottalegan hátt, og svo af hinu, að þessar þrjár ó- þvegnu manneskjur voru að glápa á hann. „Þetta er fólkið, sem stjómar okk- ur,“ sagði hann. „Það hefur valdið. Líttu á það. Þetta eru húsbænd- urnir.“ Skömmu seinna varð hann aftur rólegur, snortinn af fegurð kvölds- ins — vegurinn lá í bugðum gegn- um gamla aldingarða, þar sem sið- þroskuð eplatrén voru enn með ljós- rauð blóm. Hann var næstum búinn að gleyma öllu, sem gerzt hafði. Angan eplablómanna var svo sef- andi og sæt í nösunum, að hann fór að aka hægar, stýrði með annarri hendi, hinni hélt hann um hné hennar. „Hvað segir þú um umtalið og söguburðinn," sagði hann. „Er þér ekki sama?“ 92
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.