Úrval - 01.10.1958, Page 94
tÍRVAL,
ÁST OG GRÖÐUR
„Fyrst þykist þú búa. í einu her-
bergi. Svo verða þau tvö. En í raun
og veru eru þau fimm."
„Ég býst við að það sé rétt, herra.“
„Auðvitað er það rétt. Þú skrökv-
aðir því að það væri aðeins eitt
herbergi. Alveg eins og þú sagðir
ósatt um vatnið. Hvað viltu að ég
geri?“ Hann reyndi að komast út
um dyrnar og hrópaði: „Littu á þetta.
Horfðu í kringum þig. Þetta var
einu sinni þokkalegasti kofi — hann
var alltaf sæmilega þrifalegur —!“
Það var eins og þessi orð hans
þeyttu honum framhjá sóðalegu kon-
unni og óhreina barninu, gegnum
subbulegt eldhúsið. Hann heyrði að
baki sér slitrótt tautið í Medhurst,
síðustu kveinstafina, þegar hann
gekk eftir öskubornum stígnum, burt
frá húsinu.
Þegar hann var á leiðinni að jepp-
anum, varð honum ljóst, að hann
hafði tafizt lengur en hann hafði
ætlað. Stúlkan var horfin. Hann stóð
þarna á mjóum stígnum í eina eða
tvær sekúndur, honum rann reiðin
smámsaman, en í staðinn var hann
gripinn einkennilega sárum vonbrigð-
um, líkt og hann hafði orðið fyrir
kvöldið áður; það var einhver óljós
kvíði um að hún mundi svíkja hann,
þegar henni byði svo við að horfa.
Það glaðnaði yfir honum þegar
hann sá hana koma gangandi eftir
skógargötunni undir heslitrjánum.
,,Ég hélt að ég væri búinn að
missa þig,“ sagði hann.
„Aftur?" Hún brosti. „Hérna er
blóm handa þér.“ Hún stóð svo ná-
lægt honum, að það munaði engu
að líkami hennar snerti hann meðan
hún var að stinga blóminu í hnappa-
gatið.
„Það er horft á okkur," sagði hún.
„Það er fólkið í húsinu. Nú byrjar
umtalið."
Hann sá Medhurst og konuna með
berrassaða barnið útundan sér. Hann
sá líka ritjulegt kálið, öskuborna
stíginn og subbulega þvottinn á snúr-
unni.
„Umtalið ?“
„Ég er að stinga blómi í hnappa-
gatið þitt. Ég er að aka með þér í
jeppa. Þarf frekar vitnanna við?“
Viðbjóðurinn á sóðaskapnum og
vesaldómnum í litla húsinu náði aft-
ur tökum á honum. Hugur hans
fylltist heift, bæði vegna þess að
ljúfum bernskuminningum hans hafði
verið spillt á svo hrottalegan hátt,
og svo af hinu, að þessar þrjár ó-
þvegnu manneskjur voru að glápa
á hann.
„Þetta er fólkið, sem stjómar okk-
ur,“ sagði hann. „Það hefur valdið.
Líttu á það. Þetta eru húsbænd-
urnir.“
Skömmu seinna varð hann aftur
rólegur, snortinn af fegurð kvölds-
ins — vegurinn lá í bugðum gegn-
um gamla aldingarða, þar sem sið-
þroskuð eplatrén voru enn með ljós-
rauð blóm. Hann var næstum búinn
að gleyma öllu, sem gerzt hafði.
Angan eplablómanna var svo sef-
andi og sæt í nösunum, að hann fór
að aka hægar, stýrði með annarri
hendi, hinni hélt hann um hné
hennar.
„Hvað segir þú um umtalið og
söguburðinn," sagði hann. „Er þér
ekki sama?“
92