Úrval - 01.10.1958, Síða 95

Úrval - 01.10.1958, Síða 95
ÁST OG GRÓÐUR URVAL „Ég verð ekki hérna nema í sum- ar.“ „Það er nógu langur tími fyrir hrossaþjófana og hyskið,“ sagði hann. Að öllum líkindum skildi hún ekki hvað hann var að fara; en hann útskýrði það ekki nánar. „Eigum við að fara upp að húsinu?" „Mér þykir svo gaman að vera hér.“ Um leið og gremja hans var að fjara út, sagði hann: „Þetta fólk er síljúgandi. Það vol- ar og lýgur og ber höndina upp að húfunni og samt hatar það mann." Svo: „Ó, afsakaðu að ég skuli vera svona leiðinlegur. Þetta hefur enga þýðingu. Látum það velta sér i vilp- unni sinni. Hún er þess verk. Það gerir ekkert til.“ Hún brosti og sagði blátt áfram: „Ertu að kjassa hnéð á mér eða ertu að brjóta það í tvennt.“ Hann hló og tók báðum höndum um stýrishjólið. Hann hafði ekki gert sér Ijóst, hve holdlegar og ástríðu- fullar tilfinningar hans voru. „Ég var að láta vel að þér.“ Það kom fiðringur i hálsinn á honum af æsingnum. „Eg vildi mega kjassa þig alla. Er það hægt?“ „Við sjáum til,“ sagði hún. Þegar þau voru komin inn í húsið, lágu þau lengi á litla legubekknum. Kvöldsólin var enn svo hlý að líkami hennar hafði sama mjúka ylinn og fuglsegg. Skógardúfur kurruðu syf ju- lega í sedrusviðnum. Gult fiðrildi sveif eins og lauf yfir svölunum. Annað veifið varð honum hugsað til Kordelíu. Kannski var þetta fyrsta, góða tækifærið til þess að særa Kordelíu svo að um munaði. Jafnvel Kordelía mundi ekki geta þolað slíkt ástarbrall rétt við nefið á sér, án þess að gripa til einhverra ráða. Ef til vill hafði það verið heppilegt að Medhurst og subban hans höfðu séð hana stinga blóminu í hnappagatið; ef til vill væri það bara gott, að það yrði á hvers manns vitorði innan tveggja daga eða jafnvel fyrr. Kordelía mundi auðvitað frétta það líka. Fitzgerald með vinkonu sinni í þorpinu; ef til vill mundi Kordelía eiga erfitt með að sætta sig við það. Afleiðingin yrði sú, að hann fengi að njóta fegurðar og yndis, og þegar sumarið væri liðið, mundi hann líka losna við Kordelíu. „Ég get ekki skilið hvers vegna þú opnar ekki þetta hús. Það er svo fallegt —.“ „Ógerningur fjárhagslega." „Hvaða vitleysa. Ef það væri mín eign, mundi ég opna það og kæra mig kollótta um fjárhagshliðina. Ég mundi gera garðinn aftur fallegan. Ég mundi búa í einhverjum hluta af húsinu —.“ „Og hvað ertu að gera núna?“ Hún brosti, sneri sér á legubekkn- um og sagði stríðnislega: „Ég er að e&ka í dálitlum hluta af því.“ Fætur hennar, langir og gullnir í nekt sinni á grárri ábreiðunni, voru þrýstnari og yndislegri en hann hafði ímyndað sér að þeir gætu verið. Hann fór höndum um þá með mjúkri snertingu. Jafnskjótt fann hann hvernig snöggur titringur hríslaðist 93
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.