Úrval - 01.10.1958, Page 96
tJRVAL
ÁST OG GRÓÐUR
um líkama hennar og hún þrýsti
ástríðufullum kossi á varir hans.
„Farðu varlega að þessu," sagði
hún‘ í aðvörunartón. Þó brosti hún
enn. „Þú getur séð eftir —“
„Byrjaði ég ekki?“ sagði hann.
„Lauk ég ekki upp fyrir þér með
lyklinum?"
„Ég er ennþá með lykilinn. En
farðu varlega að þessu —“
Hún teygði úr sér á leguhekknum,
með langri, næstum syfjulegri hreyf-
ingu."
„Um hvað ertu að hugsa?" spurði
hún.
„Ekkert —“
„Ert þú að dást að mér?“
„Þú ert svo yndisleg —"
„Fallega sagt af þér.“
Fyrir utan heyrði hann sumarið
vaxa í kvöldröddum fuglanna, í
kurri dúfnanna og hásu kvaki svart-
þrastanna í skóginum meðfram
ánni. Býflugurnar voru enn að suða,
ef til vill í rósatrénu, sem óx upp
við húsvegginn hinum megin við
gluggann. Hann heyrði sumarið
vaxa og dafna í þessum hljóðum.
Hann fann það í viðbrögðum líkama
hennar, í glampa fiðrildisvængsins,
sem skauzt fyrir sólina.
Hann fann það jafnvel i værðinni
og þreytunni, sem færðist yfir hann.
Það óx og dafnaði og þroskaðist
allsstaðar, skjótt og ríkulega, á
viðáttumikla graslendinu hans.
„Ég finn það á mér, að þetta sum-
ar verður dásamlegt," sagði hann."
„Það held ég líka“, sagði hún.
5.
Honum fannst það ekkert einkenni-
legt, þó að hún minntist aldrei á ást,
þegar þau hittust þarna seinna í
litla, sólríka herberginu í auða hús-
inu.
Þetta var dásamlegasta sumar,
sem komið hafði um árabil, sögðu
menn. Þetta var afburða sumar var
viðkvæðið. Dag eftir dag var sami
hitinn, stillur og heiðríkja. Gróður-
inn í garðinum þaut upp; netlan,
þistillinn og villirósin huldi gang-
stíga og flatir innan hálfhruninna-
veggjanna. Stóru linditrén voru farin
að blómgast og grasið á engjimum
var óvenjulega snemmsprottið.
Stúlkan minntist ekki á ást; og
þó að hann hefði veitt því athygli,
hefði honum ekki fundizt það neitt
kynlegt, því að hann minntist ekki
heldur á hana. En stundum, þegar
hann beið eftir henni í trjágarðinum
bak við húsið, og hún var dálítið
sein, kannske tíu mínútum eða svo,
varð hann gripinn einkennilega sárri
vonbrigðakennd, nagandi ótta um að
hún mundi bregðast honum. En hann
gleymdi því strax, þegar hún var
komin.
Hinsvegar var hún að tala um
húsið allt sumarið. Hún lá í hálf-
gerðu móki á legubekknum og at-
yrti hann blíðlega fyrir að láta það
standa autt. Hún notaði um það ein-
mitt það orð, sem hún tók sér aldrei
í munn um hann sjálfan, orðið sem
hann notaði ekki heldur um hana
lengi vel.
„Ó, ég elska þetta hús! Ég elska
það. Ég get ekki skilið —“ Hún
þreyttist aldrei á að lýsa þessum
óskadraumi sínum: hvernig hún ætl-
aði að opna húsið, brenna villirós-
94