Úrval - 01.10.1958, Qupperneq 96

Úrval - 01.10.1958, Qupperneq 96
tJRVAL ÁST OG GRÓÐUR um líkama hennar og hún þrýsti ástríðufullum kossi á varir hans. „Farðu varlega að þessu," sagði hún‘ í aðvörunartón. Þó brosti hún enn. „Þú getur séð eftir —“ „Byrjaði ég ekki?“ sagði hann. „Lauk ég ekki upp fyrir þér með lyklinum?" „Ég er ennþá með lykilinn. En farðu varlega að þessu —“ Hún teygði úr sér á leguhekknum, með langri, næstum syfjulegri hreyf- ingu." „Um hvað ertu að hugsa?" spurði hún. „Ekkert —“ „Ert þú að dást að mér?“ „Þú ert svo yndisleg —" „Fallega sagt af þér.“ Fyrir utan heyrði hann sumarið vaxa í kvöldröddum fuglanna, í kurri dúfnanna og hásu kvaki svart- þrastanna í skóginum meðfram ánni. Býflugurnar voru enn að suða, ef til vill í rósatrénu, sem óx upp við húsvegginn hinum megin við gluggann. Hann heyrði sumarið vaxa og dafna í þessum hljóðum. Hann fann það í viðbrögðum líkama hennar, í glampa fiðrildisvængsins, sem skauzt fyrir sólina. Hann fann það jafnvel i værðinni og þreytunni, sem færðist yfir hann. Það óx og dafnaði og þroskaðist allsstaðar, skjótt og ríkulega, á viðáttumikla graslendinu hans. „Ég finn það á mér, að þetta sum- ar verður dásamlegt," sagði hann." „Það held ég líka“, sagði hún. 5. Honum fannst það ekkert einkenni- legt, þó að hún minntist aldrei á ást, þegar þau hittust þarna seinna í litla, sólríka herberginu í auða hús- inu. Þetta var dásamlegasta sumar, sem komið hafði um árabil, sögðu menn. Þetta var afburða sumar var viðkvæðið. Dag eftir dag var sami hitinn, stillur og heiðríkja. Gróður- inn í garðinum þaut upp; netlan, þistillinn og villirósin huldi gang- stíga og flatir innan hálfhruninna- veggjanna. Stóru linditrén voru farin að blómgast og grasið á engjimum var óvenjulega snemmsprottið. Stúlkan minntist ekki á ást; og þó að hann hefði veitt því athygli, hefði honum ekki fundizt það neitt kynlegt, því að hann minntist ekki heldur á hana. En stundum, þegar hann beið eftir henni í trjágarðinum bak við húsið, og hún var dálítið sein, kannske tíu mínútum eða svo, varð hann gripinn einkennilega sárri vonbrigðakennd, nagandi ótta um að hún mundi bregðast honum. En hann gleymdi því strax, þegar hún var komin. Hinsvegar var hún að tala um húsið allt sumarið. Hún lá í hálf- gerðu móki á legubekknum og at- yrti hann blíðlega fyrir að láta það standa autt. Hún notaði um það ein- mitt það orð, sem hún tók sér aldrei í munn um hann sjálfan, orðið sem hann notaði ekki heldur um hana lengi vel. „Ó, ég elska þetta hús! Ég elska það. Ég get ekki skilið —“ Hún þreyttist aldrei á að lýsa þessum óskadraumi sínum: hvernig hún ætl- aði að opna húsið, brenna villirós- 94
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.