Úrval - 01.10.1958, Side 97

Úrval - 01.10.1958, Side 97
ÁST OG GRÓÐUR tJRVAL irnar, gera flatirnar aftur sléttar og þokkalegar, binda rósirnar upp við húsvegginn, sjá um að kamelíurnar fengju nóga birtu og hlúa að þeim. ,,Ef þú hefðir það bara opið á sumrin. Svoiítið af þvi. Eitt eða tvö herbergi —“ „Hjálpi mér hamingjan," var hann vanur að segja. „Það mundi nú kosta skilding. Tuttugu eða þrjátíu þúsund pund.“ „Mundi það setja þig á höfuðið ?“ „Góða mín, ég er kaupsýslumaður." „Mundi það setja þig á höfuðið? Til hvers ertu að græða peninga?“ Þetta er spurning, sem fólk spyr oft, þegar það á enga peninga sjálft, hugsaði hann með sér. Honum leidd- ist alltaf að þurfa að svara þessari spurningu. „Hvað heldurðu að þú eigir mik- ið?“ sagði hún. „Að öllu meðtöldu?" „Ég veit það ekki." „Furðulegur maður", sagði hún. Stríðni hennar var stundum blandin kænsku. „Fyrst veit hann ekki að hann á kamelíu í garðinum sínum. Svo er það páfuglinn. Og nú eru það peningarnir." „Nú, ég segi ekki að ég geti ekki gizkað á —“ „Jæja. Gizkaðu þá á það", sagði hún. „Faðir minn lét eftir sig tvö hundruð og fimmtíu þúsund," sagði hann. „Ég býst við því að ég eigi svipaða upphæð, ef allt er talið í bú, garðurinn, búpeningurinn, húsið og humlaræktin. Ef til vill á ég meira." „Það hefur enga þýðingu," sagði hún. „Ekki það ?“ Nú ætlaði hann sjálfur að vera svo- lítið stríðinn. Þetta var svo einkenni- leg skoðun, sem sumt fólk hafði; það var eins og það teldi fjármuni, sem fólgnir voru í miklum eignum, einsk- isvirði. Eða var hún að þreifa fyrir sér? hugsaði hann með sér. Var hún að kynna sér allar aðstæður? Það hafði Kordelía líka gert fyrir tíu árum. Hann hafði verið svo heimskur að taka ekki eftir því, og nú, þegar hún var búin að bíta sig fasta, gat hann ekki losað sig. Allt í einu sagði hún: „Það hefur enga þýðingu í mínum augum, á ég við. Hvað getur þú gert við þennan auð á kvöldin? Horft á hann. Þú getur ekki einu sinni talið peningana þína." „Eins og gamaldags maurapúki," sagði hann. „Nei. En ég get horft á það sem ég á. 1 hlutunum. 1 land- inu. 1 grasinu." Hún brosti. Það var komið hásum- ar, júlí var næstum hálfnaður, og heyið, sem var að þorna á engjun- um, fyllti loftið yndislegri, sólþrung- inhi angan. Var nokkuð til, sem var dásamlegra en það ? „Þú og grasið þitt,“ sagði hún. „Þú ert grasguð — það er það, sem þú ert.“ „Eg á fimmtán hundruð ekrur af graslendi. Það er satt.“ „Þú átt allt." Nei, ekki allt, sagði hann við sjálfan sig. Ekki alveg allt. Honum varð hugsað til Kordelíu: blóðsug- unnar, sem var allsstaðar nálæg, og vildi ekki sleppa taki sínu á honum. 9S
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.