Úrval - 01.10.1958, Page 97
ÁST OG GRÓÐUR
tJRVAL
irnar, gera flatirnar aftur sléttar og
þokkalegar, binda rósirnar upp við
húsvegginn, sjá um að kamelíurnar
fengju nóga birtu og hlúa að þeim.
,,Ef þú hefðir það bara opið á
sumrin. Svoiítið af þvi. Eitt eða tvö
herbergi —“
„Hjálpi mér hamingjan," var hann
vanur að segja. „Það mundi nú
kosta skilding. Tuttugu eða þrjátíu
þúsund pund.“
„Mundi það setja þig á höfuðið ?“
„Góða mín, ég er kaupsýslumaður."
„Mundi það setja þig á höfuðið?
Til hvers ertu að græða peninga?“
Þetta er spurning, sem fólk spyr
oft, þegar það á enga peninga sjálft,
hugsaði hann með sér. Honum leidd-
ist alltaf að þurfa að svara þessari
spurningu.
„Hvað heldurðu að þú eigir mik-
ið?“ sagði hún. „Að öllu meðtöldu?"
„Ég veit það ekki."
„Furðulegur maður", sagði hún.
Stríðni hennar var stundum blandin
kænsku. „Fyrst veit hann ekki að
hann á kamelíu í garðinum sínum.
Svo er það páfuglinn. Og nú eru
það peningarnir."
„Nú, ég segi ekki að ég geti ekki
gizkað á —“
„Jæja. Gizkaðu þá á það", sagði
hún.
„Faðir minn lét eftir sig tvö
hundruð og fimmtíu þúsund," sagði
hann. „Ég býst við því að ég eigi
svipaða upphæð, ef allt er talið í bú,
garðurinn, búpeningurinn, húsið og
humlaræktin. Ef til vill á ég meira."
„Það hefur enga þýðingu," sagði
hún.
„Ekki það ?“
Nú ætlaði hann sjálfur að vera svo-
lítið stríðinn. Þetta var svo einkenni-
leg skoðun, sem sumt fólk hafði; það
var eins og það teldi fjármuni, sem
fólgnir voru í miklum eignum, einsk-
isvirði.
Eða var hún að þreifa fyrir sér?
hugsaði hann með sér. Var hún að
kynna sér allar aðstæður? Það hafði
Kordelía líka gert fyrir tíu árum.
Hann hafði verið svo heimskur að
taka ekki eftir því, og nú, þegar
hún var búin að bíta sig fasta, gat
hann ekki losað sig.
Allt í einu sagði hún:
„Það hefur enga þýðingu í mínum
augum, á ég við. Hvað getur þú gert
við þennan auð á kvöldin? Horft á
hann. Þú getur ekki einu sinni talið
peningana þína."
„Eins og gamaldags maurapúki,"
sagði hann. „Nei. En ég get horft á
það sem ég á. 1 hlutunum. 1 land-
inu. 1 grasinu."
Hún brosti. Það var komið hásum-
ar, júlí var næstum hálfnaður, og
heyið, sem var að þorna á engjun-
um, fyllti loftið yndislegri, sólþrung-
inhi angan. Var nokkuð til, sem var
dásamlegra en það ?
„Þú og grasið þitt,“ sagði hún.
„Þú ert grasguð — það er það, sem
þú ert.“
„Eg á fimmtán hundruð ekrur af
graslendi. Það er satt.“
„Þú átt allt."
Nei, ekki allt, sagði hann við
sjálfan sig. Ekki alveg allt. Honum
varð hugsað til Kordelíu: blóðsug-
unnar, sem var allsstaðar nálæg, og
vildi ekki sleppa taki sínu á honum.
9S