Úrval - 01.10.1958, Síða 99
ÁST OG GRÓÐUR
ÚRVAL,
var hitt, að hún hefði komið, en
væri farin aftur.
En það kom aldrei fyrir. Hún lá
þarna alltaf og beið og virtist una
sér vel; kampavínsflöskurnar stóðu í
einni brunaliðsfötunni, en höfðu ekki
verið opnaðar; hún var ýmist að
lesa eða lá í hálfgerðu móki; líkami
hennar varð stöðugt brúnni eftir þvi
sem leið á sumarið, og hitinn hélst
fram í september.
Hvað hafði hún kallað hann?
Grasguð? Jæja, það var að sumu
leyti réttnefni. Það var ef til vill dá-
góð lýsing á honum. En það var hún,
sem í raun og veru var miklu líkari
§■7330. Hún var ímynd sumarsins.
Hún hafði verið jafn fullkomin og
yndisleg, jafn stöðug og áreiðanleg,
og alltaf jafn falleg, allt frá því er
hann hitti hana fyrst kvöldið góða,
þegar eikin var að blómgast og
næturgalinn söng yfir bláklukkunum,
þegar þau höfðu verið sammála um
að sumarið mundi verða skemmti-
legt, eins og það raunar varð.
En allt í einu hætti sumarið að
vera skemmtilegt í hans augum.
6.
Það var einn sólheitan september-
dag að hann kom frá London, og ók
dálítið um landareignina, eins og
hann gerði oft, áður en hann fór
heim. Það var svo heitt að hann
tók af sér hattinn og fór úr jakk-
anum, þegar hann ók eftir skógar-
götunni. Það var komið fram í sept-
ember, en það var sama heiðríkjan
og hitinn eins og í júlí.
Fólk var alltaf að segja, að það
myndi ekki eftir öðru eins sumri.
Aðrir sögðu, að það minnti þá á
annað sumar, þegar allir pollar
þornuðu, eða á annað, þegar korn-
bruni var algengur og menn urðu að
lóga nautgripunum vegna vatns-
skorts. Það var eins og sumarið
ætlaði aldrei að taka enda.
Á býlunum, sem hærra lágu og
þar sem jarðvegurinn var sendinn,
sá hann vatnsvagna á ökrunum.
Neðar tóku við móar, sem voru rauð-
ir af lyngi. Á þeim slóðum var sex
feta þykkt mólag. Hann hafði aldrei
getað notfært sér móinn; og þennan
dag tók hann eftir því, að það var
kominn eldur í hann.
Hann stanzaði bílinn og fór út, og
í sama bili kom einn af verkamönn-
unum hans akandi á reiðhjóli eftir
veginum. Hann nam lika staðar og
bar höndina upp að húfunni.
„Það er enn kviknað í mónum,
herra", sagði hann.
„Já.“
„Það logar í honum í nokkrar vik-
úr, herra. Ómögulegt að slökkva."
„Nei.“
„Ég man eftir því hvernig hann
brann 1921, herra. Hann brann hálft
sumarið. Eldurinn er undir yfirborð-
inu.“
„Það er gallinn," sagði hann.
„Alveg rétt, herra. Þó að maður
haldi að manni hafi tekist að
slökkva, þá er það misskilningur.
Eldurinn logar áfram. Hann logar
niðri í jörðinni, þar sem maður get-
ur ekki séð hann.“
Hann svaraði engu., Þeir horfðu
stundarkorn á reykinn, sem liðaðist
hægt yfir rauðbrúnar burkna- og
lyngbreiðurnar, sem voru alsettar
97