Úrval - 01.10.1958, Blaðsíða 101

Úrval - 01.10.1958, Blaðsíða 101
ÁST OG GRÓÐUR TJRVALi hann virtist gera það að verkum nú, að hún sýndist hærri en áður. Kjóllinn var fremur hár í mittið, og langir, fallegir fótleggirnir gerðu allan líkamsvöxt hennar dásamlega glæstan og tigulegan. Þegar hann hafði jafnað sig dálitið, leit hann til hennar og lyfti glasinu. Honum sýndist hún líta undan af ásettu ráði. Hann stirðnaði upp í annað sinn. Sú hræðilega og lamandi hugsun náði tökum á honum, að hún mimdi aldrei tala aukatekið orð við hann framar. Sá grunur hefði alltaf leynzt í hugskoti hans, að hún mundi svíkja hann einn góðan veðurdag, jafnvel út af hreinasta hégóma. Nú magnaðist þessi grunur um allan helming. Það var ekki fyrr en hann hafði lyft glasinu í annað sinn og hún hafði aftur litið undan, sýnilega af því að hún vildi forðast hann, að hann fann til sársaukans. Hún var þarna, en allt i einu virti hún hann ekki viðlits. Þá lá við að honum yrði illt. Hann leit enn á hana, og enn sneri hún sér undan. Hún var með stóran, gagnsæjan knipplingahatt sem fór vel við kjólinn. Hann var öðrumegin skreyttur gulsvörtum blómum og mjúk börð- in sveigðust niður og snertu axlir hennar. Loks sneri hún alveg við honum bakinu og hann sá hana ekki fyrir hattinum. Hann fór aftur inn í húsið og fékk sér um leið glas af bakka í anddyr- inu. Honum fannst hann alltaf vera gestur á sinu eigin heimili, þegar veizlur voru haldnar. Fólkið fyllti hverja smugu eins og skorkvikindi, dáðist að glerm'ununum og húsgögn- unum, þvaðraði og var hávært svo að það gæti heyrt hvert til annars. „Hvernig lízt yður á þurrkinn?" sagði einhver; það var sóknarprest- urinn, og þeir stóðu báðir úti í homi. Andlitið á prestinum líktist kvist- óttri, gljáfægðri hnyðju. Hann skiptist á nokkrum orðum við prestinn um veðurútlitið. „Við erum að biðja um regn,“ sagði presturinn. „Einmitt það?“ sagði hann. Hann bað prestinn að hafa sig af- sakaðan og fór að ná sér í þriðja glasið. Meðan hann var að drekka úr því, varð honum skyndilega ljóst að framkoma hans var hræðileg, að hann hegðaði sér eins og fífl. Það sagði sig sjálft, að hún gat ekki talað við hann þarna. Engin nema heimskingi gat furðað sig á því. Framkoma hennar var bæði rétt og skynsamleg. „Konan yðar er snillingur á sam- kvæmissviðinu," sagði einhver. „Sam- kvæmi hennar slá allt út“. Reiðin blossaði upp I honum þegar hann minntist Kordelíu. Kordelía, sú skæða blóðsuga, sem sogar úr hon- um fé og fjör. Hann skildi nú, hvem- ig í öllu lá. Kordelía, sem var snillingur í veizluhöldum, Kordelía, sem hafði fengið þá ágætu hugmynd að bjóða stúlkunni. Það var heimskulegt af honum að hafa ekki séð það strax, að Kordelía var potturinn og pannan í öllu saman. Kordelía brosti, þegar hann mætti henni í garðinum. Hann svipaðist árangurslaust um eftir gula kjólnum. 99
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.