Úrval - 01.10.1958, Qupperneq 105
ÁST OG GRÓÐUR
ÚRVAL
gekk burtu. Honum fannst það ekk-
ert einkennileg't þó að hún byði hon-
um ekki góða nótt. En hann bauð
sjálfur góða nótt, og bætti við,
þakka þér fyrir, þegar hún var
komin spölkorn í burtu.
Seinna reikaði hann um garðinn
og andaði að sér sterkum ilmi tó-
baksblómsins. Himinninn var alsett-
ur stjömum. Einhversstaðar í skóg-
inum heyrðist i uglu. Hann gekk
fram og aftur um garðinn og var
hugsi. Hann hugsaði um stúlkuna,
gula kjólinn, brúna handleggina
með löngu, svörtu hönzkunum, litla
herbergið, langt, óviðjafnanlegt sum-
arið, og hvernig hann mundi nú að
lokum verða frjáls. Einkennilegt, að
hans eigin lykill, í hans eigin hliði,
á hans eigin landareign, þetta vor-
kvöld, skyldi verða upphafið á þessu
öllu.
Þegar hann fór upp að hátta,
heyrðist honum Kordelía vera að
gráta í herberginu sínu. En hann
var ekki viss; og hann aðgætti það
ekki nánar. Konur grétu út af öllu
mögulegu, stundum sér til skemmt-
unar; en oftast vissi maður ekki
um ástæðuna.
7.
Þegar hann ók um landareignina
kvöldið eftir, var enn mjög heitt og
það logaði enn í mónum, og grá-
brúnar reykjaslæður lágu yfir land-
inu.
Hann kom til hússins heldur fyrr
en venjulega, og þegar hann kom
upp í herbergið, var stúlkan ekki þar.
Hann varð gripinn örvæntjngu. Hann
fann enn einu sinni hinn nagandi
sársauka, þegar honum datt í hug,
að hún mundi svíkja hann.
Hann sat stundarkom á legu-
bekknum og reyndi að biða eftir
henni. Það var óþolandi hiti í her-
bergiskytrunni og hann kófsvitnaði.
Það var angistarsviti, sem magnaðist
við sólarhitann; og eftir tíu mínútur
gat hann ekki þolað við lengur.
Hann fór ofan stigann, gekk gegn-
um autt húsið og út í garðinn til
þess að svipast um eftir henni. Hann
gekk einu sinni kringum húsið,
nam svo staðar og horfði árangurs-
laust niður eftir skógargötunni,
framhjá skálarústunum og sölnuðu
kastaníulaufinu, sem lá í hrönnum
á stígnum.
„Herra?“ sagði einhver. „Afsak-
ið, herra."
Hann leit við og sá sér til sárrar
gremju að Medhurst kom labbandi
fram hjá herskálunum og bar hönd-
ina upp að húfunni.
„Hvað vilt þú mér,“ sagði hann.
„Hvernig vissir þú að ég var hér?“
„Ég sá bílinn, herra.“
„Hvað ert þú að læðupokast hérna
kringum húsið?“
„Ég þurfti að tala við yður, herra,"
sagði Medhurst. „Það er út af vatn-
inu.“
Almáttugur, hugsaði hann með
sér, er það vatnið enn. Alltaf vatnið.
Hann minntist sóðalega kofans og
óhreina barnsins með viðbjóði og
gremju. Þó að þau fengju vatn, þá
mundu þau, fjandinn hafi það, alls
ekki vita til hvers ætti að nota það.
„Jæja, hvað er það með vatnið?
Hafið þið notað það nokkuð nýlega?"
„Nei, herra, sagði Medhurst. „Við
103