Úrval - 01.10.1958, Blaðsíða 107
ÁST OG GRÓÐUR
ÚRVAL
að sér með ánægju, Ég, til dæmis —“
Hann leit hvorki við né sagði orð,
heldur lauk upp dyrunum og fór inn
í húsið.
Hann stóð þarna enn í auðu and-
dyrinu. með skrámuðu og skermmdu
veggþiljurnar, þegar hún kom hlaup-
andi upp tröppumar.
Honum var næstum ómögulegt að
biða lengur eftir henni. Þegar hún
opnaði dyrnar og var komin inn-
fyrir, þrýsti hann henni upp að hurð-
inni og kyssti hana á munninn,
fast og lengi.
„Ég hélt að þú mundir ekki koma.
Mér hefur liðið ægilega illa -—“
„Er ég sein? Ég hef haft mikið
að gera. Ég reyndi að flýta mér.“
Hann réði sér ekki fyrir bráðlæti
að segja henni frá Kordelíu.
„Eigum við að fara upp?“
„Ég má ekki vera lengi —“
„Það er þó ekki annað sam-
kvæmi?" sagði hann. Fögnuður hans
jd:ir því að hún skyldi vera komin,
breyttist í góðlátlega ertni út af því
sem gerzt hafði daginn áður. „Það
er þó ekki veizla?"
„Veslings maður," sagði hún og
hló. „Að sjá svipinn á þér!“ hlátur
hennar var aðeins kurr langt niðri
í hálsinum. „Það er engu líkara en
þú værir hræddur um að ég ætlaði
aldrei að tala við þig framar."
„Það var einmitt það sem ég var
hræddur um," sagði hann.
Þegar þau voru komin upp í her-
bergið, lagðist hún í öllum fötunum
á legubekkinn. Hann settist á bekks-
endann, horfði á hana, og hjarta
hans fylltist af nýrri og óvenjulegri
bliðu og viðkvæmni. Hann fór að
hugsa um hana eins og hún hafði
verið í samkvæminu, í gula kjóln-
um. Þar, í garðinum, í gula kjólnum,
með löngu, svörtu hanzkana og stóra
hattinn, sem skyggði á hana, hafði
hún vakið hjá honum þessa óvæntu,
nýju tilfinningu.
„Ég þarf að segja þér svolítið",
sagði hann. Hvað hafði Kordelía,
sagt um ástina? Að án ástar væri
öllu lokið —
„Haltu áfram", sagði hún.
I löngu sölnuðu grasinu fyrir utan,
þóttist hann heyra rjálið í páfugl-
inum — fíngerðu vofunni, sem hafði
verið að reika bak við húsið allt
sumarið.
„Kordelía ætlar að skilja við mig.“
Stúlkan horfði upp i loftið og virt-
ist líka vera að hlusta á páfuglinn.
„Þessvegna bauð hún þér,“ sagði
hann.
„Af hverju mér?“
Það var eins og rödd hennar berg-
málaði í þiirru skrjáfi páfuglsins í
dauðu grasinu.
„Ég hugsa að guli kjóllinn hafi
riðið baggamuninum," sagði hann.
„Ég held að þú hafir unnið mikinn
sigur með gula kjólnum."
Hún anzaði engu.
Hann lagðist við hlið hennar á
legubekkinn.
„Segðu eitthvað. Segðu eitthvað,"
sagði hann.
Þegar þau höfðu komið þarna á
fyrstu stefnumótin, í maí og júní,
hafði fuglasöngurinn verið yndisleg-
ur í rökkurbyrjun og jafnvel eftir að
dimmt var orðið. Nú var sumarið
búið að gera út af við fuglasönginn,
það heyrðist ekki annað hljóð en
105