Úrval - 01.10.1958, Page 112

Úrval - 01.10.1958, Page 112
tJRVAL ÁST OG GRÓÐUR ar, töfrandi og undurfagurt, vin- gjarnlegt og blítt, en þó jafn fjarlægt og áður, og honum varð ljóst að hana hafði ekki alltaf langað til þess. Hann vissi, að hana langaði ekki í neitt, sem hann gat veitt henni. Hún þráði ekkert, sem var hans: hvorki hann sjálfan, né húsið, né kamelíuna, né magnolíutrén við húsvegginn. — Hvað hafði Kordelía sagt? Ef hann langaði í eitthvað, þá þurfti hann aðeins að æpa nógu lengi, þá fékk hann ósk sína uppfyllta. Hann lang- aði ekki til að æpa núna, en allt í einu fannst honum hann geta látið allt af hendi, húsið, landið, grasið, allar eigur sínar, fyrir örlítinn vin- áttuvott frá henni, orð eða vísbend- ingu um að henni væri ekki með öllu sama um hann. Var þetta of stór bón? hugsaði hann með sér. En hún var jafn hreyfingarlaus og sagði: „Þú opnar það aldrei. Það er eins og að opna gröf. Það er aðeins bú- staður hinna dauðu. Það sem einu sinni var, er dautt og horfið ■— öllu er lokið og þetta er endirinn." Hún færði sig frá honum; fagur- sköpuð, mjúk lærin runnu úr hönd- um hans. Þegar hann reyndi árang- urslaust að taka utan um hana og draga hana að sér, fannst honum hann aftur. vera að gera sig hlægi- legan. Hann sagði eitthvað á þessa leið: „Elskan, þú getur ekki farið frá mér á þennan hátt — þú getur ekki endað þetta svona," og þá fór hún að greiða laust, dökkt hárið frá andlitinu með fingrunum og horfði á hann þar sem hann sat á legubekkn- um, biðjandi og þjáður. „Annaðhvort okkar varð að taka, af skarið," sagði hún. Hann gat ekki horft á hana; fing- urgómar hans voru tilfinningalausir þegar þeir snertust, vonleysislega, þama sem hann sat og starði niður í gólfið. „Það er allt dautt," sagði hún. „Þú veizt það ósköp vel sjálfur að það er allt dautt." Hann heyrði hana ganga burt. Og nú reyndi hann ekki að aftra henni. Eftir drykklanga stund fór svala- glugginn að skellast i golunni. Hann; stóð upp og gekk að glugganum, en hann var svo skjálfhentur að hann gat varla lokað honum. Eldrauð sól- in var að setjast og geislar hennar blinduðu hann sem snöggvast. Hann sá varla glóru þegar hann gekk nið- ur stigann. Hann gleymdi bílnum og hélt gangandi af stað frá húsinu. Þegar hann hafði gengið nokkurn spöl, kom hann auga á Pritchard,' sem var að reka stóra borinn niður í skraufþurran jarðveginn af sínum venjulega dugnaði. Hann var nú ber niður að beltisstað og svitinn bog- aði af honum. „Þú vinnur eins og óður maður," sagði hann. „Já, ég býzt við að ég sé dálítið kappsamur, herra." Pritchard hló. Fitzgerald starði á borinn, sem skrúfaðist niður I sölnað grasið. „Finnur þú ekki ennþá vatn?" sagði hann. „Jú,“ sagði Pritchard. „Það er ennþá hér. Vottur af því. Það er alls- staðar -— „Eru góð skilyrði hérna fyrir 110
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.