Úrval - 01.10.1958, Síða 112
tJRVAL
ÁST OG GRÓÐUR
ar, töfrandi og undurfagurt, vin-
gjarnlegt og blítt, en þó jafn fjarlægt
og áður, og honum varð ljóst að
hana hafði ekki alltaf langað til þess.
Hann vissi, að hana langaði ekki í
neitt, sem hann gat veitt henni. Hún
þráði ekkert, sem var hans: hvorki
hann sjálfan, né húsið, né kamelíuna,
né magnolíutrén við húsvegginn. —
Hvað hafði Kordelía sagt? Ef hann
langaði í eitthvað, þá þurfti hann
aðeins að æpa nógu lengi, þá fékk
hann ósk sína uppfyllta. Hann lang-
aði ekki til að æpa núna, en allt í
einu fannst honum hann geta látið
allt af hendi, húsið, landið, grasið,
allar eigur sínar, fyrir örlítinn vin-
áttuvott frá henni, orð eða vísbend-
ingu um að henni væri ekki með
öllu sama um hann. Var þetta of
stór bón? hugsaði hann með sér.
En hún var jafn hreyfingarlaus
og sagði:
„Þú opnar það aldrei. Það er eins
og að opna gröf. Það er aðeins bú-
staður hinna dauðu. Það sem einu
sinni var, er dautt og horfið ■— öllu
er lokið og þetta er endirinn."
Hún færði sig frá honum; fagur-
sköpuð, mjúk lærin runnu úr hönd-
um hans. Þegar hann reyndi árang-
urslaust að taka utan um hana og
draga hana að sér, fannst honum
hann aftur. vera að gera sig hlægi-
legan. Hann sagði eitthvað á þessa
leið: „Elskan, þú getur ekki farið
frá mér á þennan hátt — þú getur
ekki endað þetta svona," og þá fór
hún að greiða laust, dökkt hárið frá
andlitinu með fingrunum og horfði á
hann þar sem hann sat á legubekkn-
um, biðjandi og þjáður.
„Annaðhvort okkar varð að taka,
af skarið," sagði hún.
Hann gat ekki horft á hana; fing-
urgómar hans voru tilfinningalausir
þegar þeir snertust, vonleysislega,
þama sem hann sat og starði niður
í gólfið.
„Það er allt dautt," sagði hún. „Þú
veizt það ósköp vel sjálfur að það
er allt dautt."
Hann heyrði hana ganga burt. Og
nú reyndi hann ekki að aftra henni.
Eftir drykklanga stund fór svala-
glugginn að skellast i golunni. Hann;
stóð upp og gekk að glugganum, en
hann var svo skjálfhentur að hann
gat varla lokað honum. Eldrauð sól-
in var að setjast og geislar hennar
blinduðu hann sem snöggvast. Hann
sá varla glóru þegar hann gekk nið-
ur stigann. Hann gleymdi bílnum og
hélt gangandi af stað frá húsinu.
Þegar hann hafði gengið nokkurn
spöl, kom hann auga á Pritchard,'
sem var að reka stóra borinn niður
í skraufþurran jarðveginn af sínum
venjulega dugnaði. Hann var nú ber
niður að beltisstað og svitinn bog-
aði af honum.
„Þú vinnur eins og óður maður,"
sagði hann.
„Já, ég býzt við að ég sé dálítið
kappsamur, herra." Pritchard hló.
Fitzgerald starði á borinn, sem
skrúfaðist niður I sölnað grasið.
„Finnur þú ekki ennþá vatn?"
sagði hann.
„Jú,“ sagði Pritchard. „Það er
ennþá hér. Vottur af því. Það er alls-
staðar -—
„Eru góð skilyrði hérna fyrir
110