Bókatíðindi - 01.12.1996, Page 32

Bókatíðindi - 01.12.1996, Page 32
Islensk skdldverk saman þjóðsaga og veru- leiki á áhrifamikinn hátt. 268 blaðsíður. Vaka-Helgafell hf. ISBN 9979-2-0019-7 Leiðb.verð: 1.290 kr. VEFARINN MIKLI FRÁ KASMÍR Halldór Laxness Eitt merkasta skáldverk evrópskra bókmennta á 20. öld. Steinn Elliði, er ungur gáfumaður sem leitar lífsfyllingar og haldbærra sanninda í heimi sem er á hverfanda hveli. Bókin er nú fáan- leg í tveimur nýjum út- gáfum, í kilju og inn- bundin. 328 blaðsíður ib. 336 blaðsíður kilja. Vaka-Helgafell hf. ISBN 9979-2-0132-0 ib. /-1200-4 kilja Leiðb.verð: 3.295 kr. ib. 1.390 kr. kilja. Z Ástarsaga Vigdís Grímsdóttir Á hrímkaldri vetramóttu rekja tvær ólíkar systur sögur sínar, lýsa ferðum sínum um lendur ástar- innar, og grímurnar falla ein af annarri uns sér í bera kviku. Þegar dagur rennur er allt breytt ... Ögrandi söguefni verður að magnaðri skáldsögu um ást og afbrýði. Ur ólg- andi sárum tilfinningum skapar Vigdís Grímsdótt- ir óvenjulega og seiðandi ástarsögu. Þetta er fimmta skáldsaga Vigdísar, sem hlaut Islensku bók- menntaverðlaunin 1994 fyrir bókina Grandavegur 7. 288 blaðsíður. Iðunn ISBN 9979-1-0298-5 Leiðb.verð: 3.980 kr. ÞAR SEM DJÖFLAEYJ- AN RÍS / GULLEYJAN Einar Kárason Kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar hefur sleg- ið í gegn hér á landi, en hún er byggð á þessum geysivinsælu skáldsög- um sem nú eru fáanlegar í einni bók. 300 blaðsíður. Mál og menning ISBN 9979-3-1484-2 Leiðb.verð: 1.280 kr. ÞÆTTIR AF EINKENNI- LEGUM MÖNNUM Einar Kárason Að skapa minnisstæðar og sérkennilegar persónur er einn höfuðþátturinn í frásagnarlist Einars Kára- sonar. Sá hæfileiki nýtur sín til fulls í þessum sög- um. Hér eru bæði fýndnar sögur og grátbroslegar, lengri smásögur og svip- myndir, sem allar eiga það sameiginlegt að birta okkur ógleymanlega ís- lenska karaktera. Það er ekki að ósekju að Einar er einn vinsælasti sagna- maður okkar. 184 blaðsíður. Mál og menning ISBN 9979-3-1467-2 Leiðb.verð: 3.480 kr. LEITAÐ AÐ GUÐI ... einskonar skáldssaga Pétur Guðjónsson Þýóing: Eyvindur Erlendsson Bókin fjallar um velstæðan New York búa sem á allt en finnur fýrir miklu tóma- rúmi í lífi sínu. Hann ákveður því að leita að Guði. Hann fer til margra landa Asíu og Suður- Ameríku, kynnist helstu trúarbrögðum heims, lend- ir í ýmsum ævintýrum og finnur að lokum það sem hann leitar að. Fyrsta skáldsaga höfundar sem hefur gefið út 5 bækur áður, m.a. Bókina um ham- ingjuna og Að lifa er list. Kemur samtímis út á 4 tungumálum. Sérkennileg skáldsaga sem gerir lesandanum kleift að taka þátt í leit söguhetj- unnar. 256 blaðsíður. Bókaútgáfan Nexus ISBN 9979-60-262-7 Leiðb.verð: 1.980 kr. BOKVAL A K U R E Y R SIMI 462 61 32

x

Bókatíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.