Bókatíðindi - 01.12.1996, Side 52

Bókatíðindi - 01.12.1996, Side 52
Bœkur almenns efnis Saga húss og safnaðar Hluti I: Byggingarsagan Hluti II: I iðu þjóðlífs Sr. Þórir Stephensen Getið er hugmynda um helgisetur í Reykjavík frá upphafi íslandsbyggðar. Rakin er saga kirkjubygg- inga og lýst byggingar- sögu þess kirkjuhúss sem nú stendur við Austur- völl. Brugðið er upp myndum af kirkjugripum og sögu þeirra. I síðara bindi er rakin saga starfs- ins, sagt frá messunni, sætaskipan, söng- og tón- listarlífi ásamt almennu safnaðarstarfi og þætti kirkjunnar í mannlífinu. I bókinni eru nærri 400 ljósmyndir, fjölmargar í lit. Um 680 blaðsíður. Hið ísl. bókmenntafélag ISBN 9979-804-88-2 Leiðb.verð: 6.900 kr. Ari Trausti Guöimjndsson í Halldór Kjartansson Earthjn k Action Tliu rssuntíal thi- (iculoijy (»1 JpiTand EARTH IN ACTION Ari Trausti Guðmundsson og Halldór Kjartansson Einkar aðgengilegt yfirlit yfir jarðfræði Islands. Bókin er prýdd fjölda lit- ljósmynda og skýringar- mynda. Einnig fáanleg á þýsku og heitir sú útgáfa Land im Werden. 166 blaðsíður. Vaka-Helgafell hf. ISBN 9979-2-0346-3 ensk útg./-0347-l þýsk útg. Leiðb.verð: 2.980 kr. EKKI DÁIN - BARA FLUTT Spíritismi á íslandi fyrstu fjörutíu árin Bjarni Guðmarsson og Páll Ásgeir Ásgeirsson Spíritismi náði fótfestu á íslandi undir forystu manna sem störfuðu m.a. með Indriða Indriðasyni miðli sem margir telja annað hvort stórkostleg- asta miðil okkar tíma eða ósvífinn svikahrapp. Sagt er frá borðdansi, reim- leikum, straum- og skjálftalækningum, ósjálf- ráðum leikfimisæfingum, huldufólki, líkamning- um. Guðrún frá Berja- nesi, Margrét frá Oxna- felli og Lára Ágústsdóttir miðill eru nefndar til sögu sem tekur til þessa heims og annars. 260 blaðsíður. Skerpla ISBN 9979-9031-9-8 Leiðb.verð: 3.480 kr. EYLENDA l-ll Mannlíf í Flateyjar- hreppi á Breiðafiröi Ritstjórn: Þorsteinn Jónsson I. Ábúendur og þjóðlífs- þættir. II. Æviskrár og Saga Flat- eyjarhrepps. Ritið segir frá mannlífi og örlögum við Breiðafjörð með nýjum hætti. Það er einstök heimild um jarð- ir og búendur í Flateyjar- hreppi, ætt þeirra og af- komendur. Hér segir frá hlunnindum og sérstæð- um atvinnuháttum, ör- nefnum og þjóðháttum, slysförum og munnmæl- um. Fjöldi mynda af bæj- arhúsum, fólki og mann- fundum, sem hvergi hafa birst, prýða ritið. Hér má heyra í víðómi sinfóníu mannlífsins f Flateyjarhreppi hljóma í æviskrám alþýðufólks, kaupmanna, presta, bænda, sægarpa og sveitarómaga. Allt krydd- að með frásagnarperlum þeirra sem þekktu fólkið og lifðu atburðina, svo sem þeirra Gísla Kon- ráðssonar, Hermanns S. Jónssonar, Sveinbjörns P. Guðmundssonar og Berg- sveins Skúlasonar. Ritstjórn Þorsteins Jóns- sonar og rannsóknir sam- verkamanna hans gera verkið sérlega aðgengi- legt. 750 blaðsíður. Byggðir og bú ehf. ISBN 9979-9265-1-1 /-2-X Leiðb.verð: I-II 13.900 kr. MKtffL MOMIWAÍ Éqborða- en qrennist samt! ÉG BORÐA - EN GRENNIST SAMT Michel Montignac Þýðing: Guðrún Finnbogadóttir Kenningar franska nær- ingarfræðingsins Michel Montignac hafa vakið mikla athygli og bók þessi hefur farið sann- kallaða sigurför, bæði um Evrópu og Bandaríkin. Montignac telur stranga megrunarkúra lítils virði og setur ffam nýjar kenn- ingar um hvernig fólk geti losnað við aukakíló og haldið kjörþyngd. 160 blaðsíður. Fróði ISBN 9979-802-81-2 Leiðb.verð: 2.790 kr. FINNUGAIDUR OG HRIFIUNGA Ævintýri um norræna menningu FINNAGALDUR OG HRIFLUNGA Hermann Pálsson I tilefni af 75 ára afmæli Hermanns Pálssonar kemur út bók hans Finnagaldur og Hrifl- unga, ævintýri um norr- æna fræðimennsku sem hann skráði sér til gam- ans á liðnum vetri. Bókin fer ekki til bókaverslana en verður send áskrifend- um; nokkur eintök eru til sölu hjá Bókaútgáfunni á Hofi. 140 blaðsíður. Bókaútgáfan á Hofi ISBN 9979-9140-6-8 Leiðb.verð: 2.250 kr. FYRIR DYRUM FÓSTRU Konur og kynferði í íslenskum fornbókmenntum Helga Kress Safn sjö greina frá árun- um 1977-1996 um ís- lenskar fornbókmenntir frá kvennafræðilegu sjón- arhorni. Fjalla þær eink- um um samband karl- veldis, kynferðis og karnivals í þessum bók- menntum og gagnrýna hefðbundna rannsókna- sögu þeirra. 240 blaðsíður. Rannsóknastofa í kvennafræðum Háskóla Islands ISBN 9979-54-112-1 Leiðb.verð: 2.480 kr. 52

x

Bókatíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.