Bókatíðindi - 01.12.1996, Side 54

Bókatíðindi - 01.12.1996, Side 54
Bœkur almenns efnis GALDURÁ BRENNUÖLD Matthías Viöar Sæmundsson Galdramál 17. aldar eru hér dregin fram í dags- ljósið og þeim lýst frá ýmsum sjónarhornum. Vikið er að goðsöguleg- um tengslum galdrarúna, stórfelldum brennumál- um og skringilegum hýð- ingum og ljósi varpað á töfrafólkið, hugarfar þess, kver og táknstafi. Hór fær því lesandinn glögga inn- sýn í það tímabil sögunn- ar sem löngum hefur vak- ið forvitni og undrun nútímafólks. 120 blaðsíður. Iceland Review ISBN 9979-51-117-6 Leiðb.verð: 1.280 kr. Góðar STELFCJR KOMASTTTL GÓÐAR STELPUR KOMAST TIL HIMNA, EN SLÆMAR HVERT SEM ER Ute Erhardt Þýðing: Jóna Lísa Þorsteinsdóttir Hvernig konur geta stað- ið með sjálfum sér, tamið sér heilbrigða sjálfsvirð- ingu og metið sjálfar sig að verðleikum. Metsölubók um víða veröld. 220 blaðsíður. Bókaútgáfan Brandur ISBN 9979-9257-0-1 Leiðb.verð: 3.395 kr. GULLKORN DAGSINS Fleyg orö og erindi Ólafur Haukur Árnason valdi Þessi vinsæla bók hefur að geyma fleyg orð og er- indi - sannkölluð „Gull- korn“ fyrir hvern ein- stakan dag ársins. Endur- útgefin. 159 blaðsíður. Hörpuútgáfan ISBN 9979-50-024-7 Leiðb.verð: 1.990 kr. GÖNGULEIÐIR Á ÍSLANDI Vestfiröir Frá Rauöasandi til ísafjaröardjúps Einar Þ. Guðjohnsen Bókaflokkurinn Göngu- leiðir á Islandi hefur fengið góða dóma og er nauðsynlegur í ferðalag- ið. Unnið er að því að GÖNGULEIÐIR Á ÍSLANDI VetrtflrWr f'rá ktuAufiinrlí líl LuljwAiwdjðfn kflb Kln«r 1», (Hiöjohnsen koma eldri bókum í hinn nýja búning og er Reykja- nesskaginn væntanlegur fyrir jól. I þessari nýju bók eru leiðalýsingar á yfir 90 gönguleiðum á Vestfjörðum vestan Djúps, góð kort í fullum litum og fjöldi ljós- mynda. Hún fæst einnig á ensku og þýsku og er því tilvalin til gjafa heima og erlendis. 96 blaðsíður. Víkingur ehf. ISBN 9979-891-00-9 /-12-2/-24-6 Leiðb.verð: 1.950 kr. HÁMARKS ARANGUR 1000^ "Vi, BrianTracy HÁMARKS ÁRANGUR Brian Tracy I Hámarks árangri lýsir Brian Tracy, einn færasti fyrirlesari Bandaríkjanna í dag, áhrifamiklum, sannreyndum aðferðum og lögmálum sem nota má til að bæta á skömm- um tíma allt sem viðkem- ur lífi manns. Tracy skap- ar einstakt kerfi fljót- virkra aðferða sem auka sjálfstraust, árangur og einbeitingu og láta menn ná fullkominni stjórn á öllum þáttum lífsins, jafnt í leik og starfi. Há- marks árangur breytir lífi þínu. 350 blaðsíður. Leiðarljós ehf. ISBN 9979-9090-6-4 Leiðb.verð: 3.490 kr. «1 turtmr KrMliHMHi - KrÞMán HENGILSSVÆÐIÐ Siguröur Kristinsson, Kristján Sæmundsson Hengilssvæðið er fjórða ritið í röð fræðslurita Ferðafélagsins. Sigurður Kristinsson kennari skrifar kaflann Gönguleiðir og staðhætt- ir, sem er samantekt um gönguleiðir á Hengils- svæði og milli Grafnings og Olfuss; fjallað er um fjöll og fell og bent á hentugustu gönguleiðir á þau og um gömlu leiðirn- ar milli byggða. Fjöldi lit- mynda prýða þennan kafla. Höfundur jarðfræðilegs yfirlits er Kristján Sæ- mundson jarðfræðingur og fjallar um eldstöðvar og berggerð, landslag og landmótun, jarðhita og fjölda skoðunarverðra staða. Fimm jarðfræði- kort í lit fylgja þessum kafla. Ómissandi fróðleikur þeim sem leggja leið sína fótgangandi um Hengils- svæðið. 93 blaðsíður. Ferðafélag Islands ISBN 99 79-92 54-0-X Leiðb.verð: 1.900 kr. Félagsverð: 1.500 kr. HESTAR í NORÐRI - VI. HESTAR í NORÐRI VI Gísli Pálsson I sjötta bindi Hesta í norðri er fjallað um hestaleigur og aðra þá er sinna ferðaþjónustu í tengslum við hesta- mennsku. Alls er í bók- inni fjallað um nálægt sjö- tíu aðila, rekstur þeirra er ýmist stór eða smár í snið- um. Sumir gangast fyrir mislöngum skipulögðum hestaferðum, aðrir reka ein- göngu hestaleigur. 144 blaðsíður. Bókaútgáfan á Hofi ISBN 9979-892-00-5 Leiðb.verð: 2.990 kr. Bók erbestvina 54

x

Bókatíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.