Bókatíðindi - 01.12.1996, Page 61

Bókatíðindi - 01.12.1996, Page 61
Bcekur almenns efnis Hið ísl. bókmenntafélag ISBN 9979-804-80-7 Leiðb.verð: 3.990 kr. cTVíars } ogVenus t sve/nfeerberginw ‘Bók sem eflir umð 02 rómantík í sambötulum MARS OG VENUS I SVEFNHERBERGINU Dr. John Gray Þýðing: Helga Ágústsdóttir I nýrri metsölubók um Mars & Venus útskýrir dr. Gray hvernig við getum notað bætt samskipti til þess að kynda undir ástríðu og öðlast meiri nánd. „Gray leiðir okkur um landamæri ástar og ástríðu, svo unun er að... kostur bókarinnar felst í hreinskilni" segir Sig- mundur Ernir Rúnars- son, aðstoðarfréttastjóri Stöðvar 2. 205 blaðsíður. Bókaútgáfan Vöxtur ISBN 9979-9244-0-3 Leiðb.verð: 3.650 kr. MEÐ FORTÍÐINA í farteskinu Elín Pálmadóttir Elín Pálmadóttir segir í þessari nýju bók sinni ör- lagasögu ólíkra kvenna frá 1821 til 1946 en líf þeirra tvinnaðist saman , FORTÍÐINA IFARTESKINU Elín Pálmadóttir með dramatískum hætti. Elín lýsir þessum þremur kynslóðum á einstaklega lifandi hátt, bregður upp myndum úr lífi þeirra svo úr verður heillandi frásögn. Bókin er þannig ffóðlegur aldarspegill um aðstæður kvenna fyrr á tíð en kallast jafnframt á við nútímann. 206 blaðsíður. Vaka-Helgafell hf. ISBN 9979-2-1195-4 Leiðb.verð: 3.490 kr. MEMORIES OF REYKJAVÍK Gary Wake Borgin við sundin blá á sér mörg svipmót og hér eru nokkur þeirra dregin fram. Sjá má t.d. laxveiði inni í miðri borg, Esjuna á kaldri vetrarnóttu og bárujárnsþök gamla bæj- arins í öllum regnbogans litum. Bókin er á ensku og er fallegur minjagripur og skemmtileg kynning á höfuðborg okkar Islend- inga. 58 blaðsíður. Iceland Review ISBN 9979-51-112-5 Leiðb.verð: 980 kr. MERKISDAGAR Á MANNSÆVINNI Árni Björnsson Hér er lýst merkisdögum í ævi hvers og eins, allt frá kviknan lífsins og fæðingunni, um ferm- ingu, afmæli, trúlofun og brúðkaup til andláts og útfarar. Árni Björnsson beitir merkisdaga manns- ævinnar svipuðum efnis- tökum og í hinni vinsælu Sögu daganna. Hann rek- ur siði og venjur frá forn- eskju til okkar daga, skýr- ir mikilvægi merkisdag- anna í lífi hvers um sig og lífinu öllu, og prýðir text- ann fjölda merkra mynda. Fjörmikil frásögn á traustum fræðigrunni setur rit Árna í flokk þeir- ra bóka sem alla langar að eiga á heimili sínu. 485 blaðsíður. Mál og menning ISBN 9979-3-1474-5 Leiðb.verð: 5.980 kr. NOSTRADAMUS og spádómarnir um ísland Guðmundur S. Jónasson Bókin hefur að geyma merkilega spádóma er m.a. varða Island og ís- lensku þjóðina. I bókinni fullyrðir Nostradamus að í hildarleik nánustu framtíðar muni þjóðin gegna mikilvægu hlut- verki og að héðan komi alþjóðleg hreyfing undir forystu merks íslensks leiðtoga. Jafnframt segir frá fyrir- boðum um stórfelldar náttúruhamfarir á íslandi og greinir frá fomum spá- dómum Gyðinga um eyju í norðri og kínverskum spádómum um forystu- hlutverk Islendinga. Nostradamus hefur reynst ótrúlega sannspár og spádómar hans um Is- land þykja stórmerkileg- ir. 320 blaðsíður. Reykholt ISBN 9979-836-31-8 Leiðb.verð: 3.780 kr. Árbók F.í. 1996 OFAN HREPPAFJALLA Milli Hvítár og Þjórsár Ágúst Guómundsson Lýst er landi ofan byggð- ar milli Hvítár og Þjórsár í Árnessýslu, þ.e. afrétt- um Hreppa, Flóa- og Ferðafélag íslands Árbók 1996 Ofan Hreppafjalla Skeiðamanna. Einnig fjallað rækilega um Þjórs- árdal og gerð grein fyrir öllum bæjum þar að fomu og nýju. Þá er ágrip af jarðsögu héraðsins og virkjunarsaga Þjórsór. Fjöldi ljósmynda er í bókinni, kort og aðrir uppdrættir. Þetta er 69. Árbók Ferðafélagsins en þær þykja ein besta og vandaðasta Islandslýsing sem völ er á. 240 blaðsíður. Ferðafélag íslands ISBN 9979-9025-8-2 Félagsverð: 3.300 kr. ÓÐUR TIL NÝRRAR ALDAR Spakmæli og þankabrot Gunnþór Guðmundsson Eftir sama höfund er áður komin út bókin Oðurinn til lífsins. 119 blaðsíður. Hörpuútgáfan ISBN 9979-50-074-3 Leiðb.verð: 1.180 kr. 61

x

Bókatíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.