Bókatíðindi - 01.12.1996, Side 68

Bókatíðindi - 01.12.1996, Side 68
Bœkur almenns efnis 136 blaðsíður. Vaka-Helgafell hf. ISBN 9979-2-0348-X Leiðb.verð: 2.980 kr. ÞEIM VARÐ ALDEILIS Á í MESSUNNI Guðjón Ingi Eiríksson og Jón Hjaltason Bókin Þeim varð á í messunni sló rækilega í gegn á síðasta ári. Nú láta prestamir okkar ljós sitt skína öðru sinni og eru ekki síður á brandarabux- unum en í fyrra. Sagðar eru sögur af ótölulegum grúa íslenskra presta. Má til dæmis nefna Pálma Matthíasson, Sigurð Hauk Guðjónsson, Baldur Vil- helmsson, Pétur Þór- arinsson, Döllu Þórðar- dóttur, Sigurð Ægisson. Einar Sigurjónsson, Vig- fús Þór, Svavar A. Jóns- son, Irmu Sjöfn, Sigurð Arnarson, og Pétur í óháða. Þá fæst nú loks úr því skorið hver sé kven- samasti klerkur íslands- sögunnar. Eru þá aðeins fáeinir nefndir af þeim aragrúa presta sem fjallað er um í þessari stór- skemmtilegu bók er allir sannkristnir Islendingar verða að eiga - og hinir líka. 195 blaðsíður. Bókaútgáfan Hólar ISBN 9979-9078-6-X Leiðb.verð: 2.580 kr. ÞORSTEINSÆTT I STAÐARSVEIT l-ll Siguröur Hermundarson og Þorsteinn Jónsson 650 blaðsíður. Mál og mynd ISBN 9979-9184-3-8 /-4-6 Leiðb.verð: 14.800 kr. Þórður Tómasson Þórsmörk Land 02 sa2a ÞÓRSMÖRK Land og saga Þóröur Tómasson í þessu glæsilega riti eftir Þórð Tómasson safnvörð í Skógum er rakin saga Þórsmerkur og nálægra afrétta. I bókinni er einnig ítarleg lýsing á náttúru þessarar ein- stöku náttúruperlu. Þá er einnig fjallað um nýt- ingu landsins á fyrri tím- um og friðun á þessari öld svo eitthvað sé nefnt. í bókinni eru yfir 300 ljósmyndir, flestar í lit en einnig er talsvert af ljós- myndum frá íýrri hluta þessarar aldar. Þá eru í bókinni ítarleg örnefna- og gönguleiðakort. 304 blaðsíður. Mál og mynd ISBN 9979-9184-8-9 Leiðb.verð: 6.200 kr. ÞUNGLYNDI Sue Breton Þýöing: Eva Ólafsdóttir Bókin ber undirtitilinn Sjálfshjálparbók. Svör við spurningum þínum og vandamanna. Meiri hluti fólks finnur fyrir þunglyndi en ef það áger- ist verður það eyðileggj- andi „svartur hundur". Rætt er ítarlega um vandamálið frá öllum hliðum, hvað veldur þunglyndi, hvemig líðan fólks er og hvaða hjálp er að fá. Sue Breton er sál- fræðingur í Wales og hef- ur beitt sér fyrir nýjung- um sem nú ryðja sér mjög til rúms og eru m.a. í því fólgnar að byggja smám saman upp jákvæðar hugsanir og reyna að draga úr ofnotkun á töfl- um. Lögð er sérstök áhersla á hlutverk að- standenda. 160 blaðsíður. Fjölvi-Vasa ISBN 9979-832-43-6 Leiðb.verð: 1.480 kr. ÖLDIN OKKAR Minnisverð tíöindi áranna 1991-95 Allir íslendingar þekkja Aldirnar og hafa sótt sér þangað ómældan fróð- leik um sögu og samfé- lag, atburði og tíðaranda. I Öldunum eru sögu þjóðarinnar undanfarnar fimm aldir gerð skil í myndum og máli á þann hátt að allir fá notið frá- sagnarinnar. Hér er kom- in níunda bókin um öld- ina sem nú er að líða og er hér að finna frásagnir af atburðum áranna 1991-95, stórum sem smáum, frá slysförum og sorgarviðburðum, póli- tískum hræringum og menningarviðburðum til kátlegra smámynda af ís- lensku mannlífi. Aldirn- ar eru lifandi saga ís- lensku þjóðarinnar og hafa löngum þótt sjálf- sögð eign á hverju menn- ingarheimili. 220 blaðsíður. Iðunn ISBN 9979-1-0304-3 Leiðb.verð: 4.880 kr. Bók erbestvina 68

x

Bókatíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.