Bókatíðindi - 01.12.1996, Page 75

Bókatíðindi - 01.12.1996, Page 75
Æflsögur og endurminningar MÁNNÍlFl STIKLUR Ómar Ragnarsson MANNLÍFSSTIKLUR Ómar Ragnarsson Ómar Ragnarsson kann manna best þá list að segja frá fólki á einlægan og skilningsríkan hátt. Þessi nýja bók hans er í svipuðum dúr og met- sölubók hans frá 1994, Fólk og firnindi. Hér seg- ir Ómar frá manni sem gerðist sjálfviljugur útlagi úr borginni og reisti sór hús á fjallinu. Sagt er frá kunnum íþróttagörpum, gulldrengjunum. Ömar segir frá bakgrunni þeirra, ótrúlegum uppá- tækum og þeim vænting- um sem þjóðin gerði til þeirra. Og í þessari skemmtilegu bók kemur Ómar víðar við og bregst hvergi frásagnarlistin og frásagnargleðin. 224 blaðsíður. Fróði ISBN 9979-802-46-4 Leiðb.verð: 3.490 kr. RENNT í HYLINN Björn G. Jónsson á Laxamýri Björn á Laxamýri er þjóð- kunnur maður. Hér renn- ir hann í hyl árinnar sinn- ar, Laxár í Aðaldal og rifj- ar upp minningar liðinna ára. Margt hefur á daga hans drifið, oft verið glatt á hjalla meðal hressra laxveiðimanna og lífið í sveitinni fjölbreytilegt. RENNTÍ BJÖRN Á LAXAMÝRI ÁTALI VIO ÁNA SÍNA En hann hefur líka þurft að berjast við annarleg fyrirbæri, sætt ásókn illra afla, og sóð inn í aðra heima. Birni lætur vel að íhuga rök mannlífsins og allrar tilverunnar á heim- spekilegum nótum. Auðgandi bók með fal- lega lífsskoðun. 208 blaðsíður. Fjölvi ISBN 9979-58-297-9 Leiðb.verð: 3.480 kr. SAKLAUS í KLÓM RÉTTVÍSINNAR Jónas Jónasson Magnús Leópoldsson var saklaus hnepptur í 105 daga gæsluvarðhald fyrir tveimur áratugum. Magnús hefur þagað um þessa miklu lífsreynslu en ákveður nú að rjúfa þögnina. Lögreglan sótti hann á heimili hans árla morg- uns og var hann sakaður um að hafa myrt Geirfinn Einarsson. f bókinni er fjallað um hvaða áhrif slíkt hefur á ungan mann og hvernig það er að lenda saklaus í klóm rétt- vísinnar á íslandi. 232 blaðsíður. Vaka-Helgafell hf. ISBN 9979-2-1191-1 Leiðb.verð: 3.880 kr. -----HIÖRTUR GfSLASON------ SOFFl í SÆROKI SÖLTU SOFFI í SÆROKI SÖLTU Endurminningar Soffaníasar Cesilssonar í Grundarfirói Hjörtur Gíslason Þetta er saga manns sem braust úr örbirgð til áhrifa. Hann missti ung- ur föður sinn í sviplegu sjóslysi og var alinn upp í þrengingum og fátækt. Soffi segir frá lífi og starfi fjölskyldunnar, þar sem einstæð móðir hans þurfti að heyja harða lífs- baráttu til þess að þrauka af og sjá sér og sínum far- borða. Þessar aðstæður mótuðu líf hans. Bókin greinir frá lífi og starfi sjómanna í sjávarþorpi á Snæfellsnesi og fólks við sjávarsíðuna. Einnig seg- ir Soffanías frá samferða- mönnum sínum í sjávar- útvegi. Hann var áræðinn skipstjóri og útgerðar- maður sem lagði drjúgan skerf til uppbyggingar út- gerðar og fiskvinnslu í Grundarfirði. 199 blaðsíður. Hörpuútgáfan ISBN 9979-50-081-6 Leiðb.verð: 3.280 kr. ! S *. « A * A r StXttttT UNDIR HULIÐSHJÁLMI -SAGAN AF BENEDIKT Dóra S. Bjarnason Áhrifamikil og sönn saga af fötluðum dreng og móður hans sem er þeirr- ar skoðunar að fatlaðir eigi heima með ófötluð- um í leik og starfi. Bókin er skrifuð af miklu fjöri og kímni, án væmni og biturðar, skemmtileg bók um háalvarlegt efni. 200 blaðsíður. Mál og menning ISBN 9979-3-1391-9 Leiðb.verð: 2.980 kr. ÚTKALLÁELLEFTU STUNDU Óttar Sveinsson Magnaðar björgunarsögur sem endurspegla íslensk- an raunveruleika. Skráð- ar af höfundi tveggja fyrri ÚTKALLS-metsölubóka. Sagt er frá Vestfirðingi sem lokaðist meðvitund- arlaus inni í krapaelgi eftir að snjóflóð hreif snjómoksturstæki hans út í sjó. Tveir veiðifólagar lenda í ógnarhremm- ingum í Kvíslavatni þegar bát þeirra hvolfir. Maður á besta aldri fær alvarlegt hjartaáfall á vinnustað og vinnufélagarnir styðjast við leiðbeiningar í síma- skrá við björgunarstörfin. Kajakræðari á stöðugum flótta undan hungruðum ísbjörnum milli Græn- lands og íslands. Vél- sleðafólk í hrakningum á hálendinu með stórslas- aðan ferðafélaga. Fjórir bræður róa á sama bát frá Ólafsvík og þrír þeirra fara íyrir borð í níu vind- stigum. Áður útkomið: ÚTKALL Alfa - TF-Sif og ÚTKALL íslenska neyðar- línan. 192 blaðsíður. Islenska bókaútgáfan ISBN 9979-877-06-5 Leiðb.verð: 3.390 kr. 75

x

Bókatíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.