Bókatíðindi - 01.12.1996, Side 77

Bókatíðindi - 01.12.1996, Side 77
 Magnús Leópoldsson rýfur þögnina um 105 daga gæsluvarðhaldsvist Árla morguns fyrir tveimur áratugum sótti lögreglan Magnús Leópoldsson á heimili hans og færði hann í gæsluvarðhald í Síðu- múlafangelsi. I 105 daga var hann í einangrun, sakaður um morð - jafnvel þótt fljótlega hafl orðið Ijóst að hann væri saklaus. I bókinni fjallar Jónas Jónasson um hvaða áhrif það hefur á ungan mann að lenda saklaus í klóm réttvísinnar á Islandi. Eftirminnilegt verk um átakanlega reynslul * VAKA-HELGAFELL Ótrúleq lífsreynsla en óbilandi Séra Pétur Þórarinsson og kona hans Ingibjörg Siglaugsdóttir hafa orðið fyrir ýmsum áföllum á liðnum árum. Hann hefur misst báða fætur vegna sykursýki, hún barist við krabbamein. Hér segja þau frá lífi sínu og hvernig þeim hefur í sameiningu tekist að sigrast á erfiðleikunum og líta björtum augum á tilveruna. Friðrik Erlingsson skráir reynslusögu þeirra af næmi svo úr verður einkar áhrifamikil frásögn sem verður öllum lesendum minnisstæð. Saga sem snertir hvern mann! * VAK/V- HELCAFELL

x

Bókatíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.