Bókatíðindi - 01.12.1996, Page 83
í ÍSLENSKLI NÁTTÚRU
Bókin er öll prýdd glæsilegum vatnslitamyndum eftir Brian Pilkington, Ijósmyndum
fjölda Ijósmyndara og fjölmörgum teikningum og skýringarmyndum. Bók sem setur
nóttúru landsins og umgengni við hana í öndvegi, bók sem reyndustu veiðimenn geta
sótt fróðleik í aftur og aftur.
... engin venjuleg bók heldur verður að teljast afreksverk í íslenskri bókaútgáfu ... Hér
er um gríðarlegt verk að ræða ... Eg efast satt að segja um að áður hafi verið gefið út
eins vandað rit hér á landi um eins afmarkað efni ... En þrátt fyrir að hér sé um
merkilegt og ákaflega þarft fagrit að ræða þá hygg ég að veiðimenn muni lesa þessa
bók fyrst og fremst sér til yndisauka og ánægju.
Sigmar B. Hauksson, formaður Skotvíss í tímaritinu Skotvís
L
BÓKIN FÆST EINUNGIS í
VEIÐIVERSLUNUM OG
í SÍMA 800 4 888
Stórvirki eftir Ólaf E. Friðriksson, sem lýkur upp heimi veiðimannsins, veitir sýn á lífshætti
veiðidýranna og miðlar ómældum fróðleik um sögu skotveiða, skotvopn og skotfæri,
veiðiaðferðir og nytjar, en þó ekki síst um bráðina sjálfa, líf hennar og atferli.