Bókatíðindi - 01.12.1996, Blaðsíða 84
Handbœkur
öllum meistaraliðum árs-
ins og áberandi einstak-
lingum.
160 blaðsíður í stóru
broti.
Skjaldborg ehf.
ISBN: 9979-57-341-4
Leiðb.verð: 3.980 kr.
ÍSLENSKA GARÐ-
BLÓMABÓKIN
Handbók um fjölærar
skrautjurtir og
sumarblóm
Hólmfríöur A.
Siguröardóttir
í bókinni eru 600 lit-
myndir. Fjallað er um 61
ætt burkna, tvíkímblöð-
unga og einkímblöðunga,
400 ættkvíslir og lýst ein-
kennum þeirra; á annað
þúsund tegunda garð-
blóma og fjölmörg af-
brigði þeirra, tilbrigði og
sortir. íslenskar og lat-
neskar skrár eru yfir öll
plöntunöfn.
Bók þessi bætir úr brýn-
ni þörf því engin sambæri-
leg bók hefur komið út í
sextán ár. Hún er nauðsyn-
leg viðbót við aðrar garð-
yrkjubækur, jafnt þær nýj-
ustu sem hinar eldri, því
þær gera þessu efni alls
ekki sömu skil.
464 blaðsíður.
Islenska bókaútgáfan ehf.
ISBN 9979-877-03-0
Leiðb.verð: 9.980 kr.
ÍSLENSKA
VEGAHANDBÓKIN
Steindór Steindórson
Ritstjóri: Örlygur
Hálfdanarson
Með þessari útgáfu tekur
Islenska vegahandbókin
miklum stakkaskiptum
bæði í útliti og innra
skipulagi. Breytingarnar
miðast allar við að gera
bókina sem auðveldasta í
notkun. Hún er prýdd
fjölda ljósmynda, nýrra
og gamalla, sem ætlaðar
eru til að laða fólk að
athyglisverðum náttúru-
fyrirbrigðum og sögu-
legum minjum í byggðum
og óbyggðum. Oll kort
hafa verið endurskoðuð
og tölvuteiknuð, samin
staðanafnaskrá og tilvís-
unarkerfi milli veg-
númera. Þetta er gjör-
breytt bók, auðveld í
notkun, sjóðfróður ferða-
félagi. Kjörin gjöf til
þeirra sem eiga að erfa
landið. Bókin fæst einnig
á ensku og þýsku.
490 blaðsíður.
Islenska bókaútgáfan
ISBN 9979-87-700-6
Leiðb.verð: 2.980 kr.
ÍSLENSKAR
DÓMASKRÁR 1995
Ármann Snævarr
Hér er að finna ágrip
fjölda dóma sem kveðnir
hafa verið upp í Hæsta-
rétti, á sviði persónurétt-
ar, hjúskapar- og sambúð-
arréttar, barnaréttar og
barnaverndarréttar og
erfðaréttar. Bók þessi
kemur að gagni öllum
sem hafa hug á að kynna
sér hvernig dómstólar
hafa skorið úr einkamál-
um af ýmsu tagi.
271 blaðsíða.
Iðunn
ISBN 9979-1-0295-0
Leiðb.verð: 4.480 kr.
Den islandske hest
OG DENS FARVER
ÍSLENSKI HESTURINN
- LITIR OG LITBRIGÐI
Siguröur A.
Magnússon og
Friöþjófur Þorkelsson
I formála er rakin saga ís-
lenska hestsins, en meg-
inefnið er 85 myndir af
hestum sem bera mis-
munandi liti og þeir tí-
undaðir. Textinn er á ís-
lensku, dönsku, ensku og
þýsku.
133 blaðsíður.
Mál og menning
ISBN 9979-3-1407-9
Leiðb.verð: 1.980 kr.
FAOLO MARiA TURCHI
ITOLSK
ÍSLENSK
ÍTÖLSK-ÍSLENSK
ORÐABÓK
Paolo Maria Turchi
Æ fleiri íslendingar
leggja nú stund á ítölsku-
nám eða eiga samskipti
við Itali og hafa fundið
mikla þörf á veigamikilli
og ítarlegri ítalsk-ís-
lenskri orðabók, sam-
bærilegri við íslensk-
-ítalska orðabók, sem út
kom 1994. Hér er þessi
bók komin og er sniðin
að þörfum allra þeirra
sem vilja læra ítölsku
eða þurfa að nota hana í
námi, starfi eða sér til
ánægju. Leitast hefur
verið við að hafa orða-
forðann fjölbreyttan og
víðtækan en um leið er
megináherslan lögð á
ítalskt og íslenskt nú-
tímamál. Höfundurinn,
dr. Paolo Maria Turchi,
hefur hlotið miklar við-
urkenningar fyrir verk
sitt.
800 blaðsíður.
Iðunn
ISBN 9979-1-0292-6
Leiðb.verð: 12.980 kr.
DR MIRIAM STOPPARD
KVENNA
LEIÐARVISIR
j^UM LÍFIÐ
flN'NIN
^ F R J Ó S E
! ALDURSSKEIÐ
; HEILBRICÐ
I LÍKAMSBYGGIN'i
FSCURtí* UfSSTÍLI
Kynlíf^Lhreysti
hcð<-/Tog har
SAi.ari.1f • Na.ring
LIffærafraði
KVENNAFRÆÐARINN
Leiðarvísir um lífiö
Dr. Miriam Stoppard
Þýöing: Guörún
Svansdóttir
Ómissandi handbók um
líkamsstarfsemi og sálar-
líf kvenna — fyrir konur á
öllum aldri. Yfirgrips-
mikið og hæðandi verk
þar sem staðreyndir og
upplýsingar eru settar
ham á einkar aðgengileg-
an hátt. í bókinni er sæg-
ur ljósmynda, teikninga
og taflna sem varpa skýru
ljósi á líf konunnar há
æsku til elli.
223 blaðsíður.
Forlagið
ISBN 9979-53-293-9
Leiðb.verð: 3.960 kr.
Litlu
matreiöslubækurnar:
ÍTÖLSK MATREIÐSLA
KÍNVERSKAR
UPPSKRIFTIR
MEXÍKÓSK MATSELD
84