Bókatíðindi - 01.12.2001, Page 4
Islenskar barna- og unglingabækur
ALGJÖRT FRELSI
Auður Jónsdóttir og
Þórarinn Leifsson
Fyrsti dagur sumarfrísins
rennur upp, bjartur og
fagur, það eina sem
skyggir á gleðina er
nammibindindið sem
mamma Tinnu hefur
skikkað hana £ — en hver
tekur mark á slíku? I
æðiskasti þramma Tinna,
Lubbi og afi unglingur af
stað í leit að sætindum.
En borgin er hættuleg og
mannlífið flókið, og fyrr
en varir eru félagarnir á
æsispennandi flótta und-
an tískulöggunni og
hyski hans. Auður Jóns-
dóttir hefur áðvn sent frá
sér tvær skáldsögur sem
fengið hafa góðar viðtök-
ur. Algjört frelsi skrifaði
hún í samvinnu við Þór-
arin Leifsson sem skreyt-
ir söguna óvenju fjörleg-
um myndum. Fyrir les-
endur á aldrinum 8-12
ára.
TónspiC
Hajriar6rawt 17
740 Nesfumpstaður'
S. 477 1580 V
toitspif@cCtffioni.Ls
110 bls.
Mál og menning
ISBN 9979-3-2223-3
Leiðb.verð: 2.290 kr.
ANDINN í
MIKLASKÓGI
Ólafur Gunnar
Guðlaugsson
Það er eins og jörðin hafi
gleypt litla bróður Dídíar
og Benedikt búálfur, vin-
ur hennar, kemur eins og
kallaður til að hjálpa
henni að leita hans. Sú
leit snýst brátt upp í
mikla ævintýraför á
hættulegar slóðir í Álf-
heimum. Þetta er þriðja
bókin um Benedikt búálf
og ævintýri hans í Álf-
heimum en fyrri bæk-
urnar hafa notið mikilla
vinsælda. Tilvalin bók
fýrir byrjendur í lestri.
40 bls.
Mál og menning
ISBN 9979-3-2221-7
Leiðb.verð: 1.890 kr.
ÁLFARNIR í
GRÆNADAL
Hólmfríður Snorradóttir
Þessi saga fjallar um álf-
ana í Grænadal. Álfarnir
eru jákvæðar verur. Þeir
hugsa vel um dalinn
Álfamlr
í Grænadal
sinn. Gróðurinn er þeim
efst í huga. Álfafjölskyld-
urnar eru samhentar og
vinna verkin sín af miklu
kappi og áhuga. Nú er
komið að sumarlokum og
álfarnir eru að undirbúa
uppskeruhátíðina sem
haldin er ár hvert í daln-
um þeirra kæra.
24 bls.
Hólmfríður Snorradóttir
Dreifing:
Dreifingarmiðstöðin
ISBN 9979-60-668-1
Leiðb.verð: 1.990 kr.
B10
Yrsa Sigurðardóttir
Vorið sem Hallgerður
fermist verða þau tvö
fermingarböm sem skara
fram úr í kristilegu hugar-
fari verðlaunuð með Par-
ísarferð. Hallgerður ætlar
sér að sigra og velur boð-
orðin tíu til að lifa eftir —
þau eru svo sjálfsögð að
það er næstum ómögulegt
að brjóta þau. Eða hvað?
Ef aðstæður em manni
sérstaklega andsnúnar og
dómarinn óþarflega harð-
ur er kannski allt hægt!
Enn ein sprenghlægileg
saga úr smiðju Yrsu Sig-
urðardóttur.
208 bls.
Mál og menning
ISBN 9979-3-2230-6
Leiðb.verð: 2.490 kr.
Bestu barna-
brandararnir
ALGJÖRT ÆÐI
Börnin velja brandarana;
allir leggja í púkkið og
útkoman verður frábært
grín og gaman.
Bestu barnabrandar-
arnir, aldrei betri, aldrei
hættulegri fyrir maga-
vöðvana.
80 bls.
Bókaútgáfan Hólar
ISBN 9979-9468-6-5
Leiðb.verð: 990 kr.
2