Bókatíðindi - 01.12.2001, Blaðsíða 37
aumingi sem ekki vill
slást eða læra karatespörk
og tölvuleiki. Hvernig fer
nú um Svan og Soffíu?
Verður Svanur að gerast
hörkutól til að fá að halda
kærustunni sinni?
165 hls.
Skjaldborg
ISBN 9979-57-494-1
Leiðb.verð: 2.380 kr.
SÖGUSTUND FYRIR
SVEFNINN
Enid Blyton
Þýtt og endursagt:
Þórir S. Guðbergsson
Ævintýri og sögur sem
lesnar eru með börnum
auka hugmyndaflug
þeirra og orðaforða.
I þessari bók eru 15
skemmtileg ævintýri
með fallegum og litrík-
um myndum.
Höfundurinn, Enid
Blyton, er einn þekkt-
asti barnabókahöfundur
heims.
Þýddar barna- og uiiglingabækur
92 bls. 150 bls.
Setberg Iðunn
ISBN 9979-52-262-3 ISBN 9979-1-0422-8
Leiðb.verð: 1.750 kr. Leiðb.verð: 1.980 kr.
TSATSIKI OG MÚTTA
Moni Nilsson-
Bránnström
Þýðing: Friðrik
Erlingsson
Tsatsiki hefur aldrei hitt
pabba sinn sem er kol-
krabbaveiðimaður í
Grikklandi. Hann veit
ekki einu sinni að
Tsatsiki er til því hann
býr hjá henni Múttu
sinni í Stokkhólmi sem
spilar á bassa í hljóm-
sveitinni Mútta og mála-
liðarnir. Þegar Tsatsiki
byrjar í skóla hittir hann
Pétur Hannes sem verð-
ur besti vinur hans.
Hann verður líka yfir sig
ástfanginn af Maríu
Gunnars og lætur sig
dreyma um að snerta
varir hennar. En hvað er
hún að meina þegar hún
sendir honum Kanarí-
eyjaskjaldböku? Og hvað
á hann að gera við Mar-
tein hlandrottu sem er
ógnvaldur hinn mesti, að
minnsta kosti á skólalóð-
inni?
Bækur Moni Nilsson-
Brannström hafa farið
víða um heim og njóta
mikilla vinsælda, jafnt
meðal barna og fullorð-
inna.
TÖLVUBIBLÍA
BARNANNA
Kvæði: Johannes
Mollehave
Böðvar Guðmundsson
endurorti á íslensku
Myndir: Lise Ronnebæk
Tölvuleikir: M A G I-C
Tónlist: Aðalsteinn
Ásberg Sigurðsson
BÓK-TÖLVULEIKIR-
TÓNLIST
Ur umsögn Önnu G.
Ólafsdóttur í Morgun-
blaðinu:
„Tölvubiblía barn-
anna býr yfir töframætti.
Hver einasta opna nær
að halda bókaorminum
hugföngnum og læsi er
ekkert skilyrði. Eins og
löngum hefur verið
sannað geta myndskreyt-
ingar sagt meira en þús-
und orð. ... Að færa sög-
urnar í ljóðmál er góð
hugmynd enda er flest-
um foreldrum kunnugt
um hvað börn eru hrifin
af hrynjandi í texta. ...
Hið íslenska biblíufélag
á hrós skilið fyrir útgáfu
Tölvubiblíunnar því fyr-
ir utan frábæra mynd-
skreytingu og texta fylgir
bókinni tölvudiskur með
12 tölvuleikjum og tón-
list. ... Skemmst er frá
því að segja að eins og
bókin er tölvudiskurinn
afar vandaður. ... Tölvu-
biblían er óumdeilanlega
kjörin í jólapakka barna
á aldrinum þriggja til níu
ára fyrir næstu jól.“
288 bls.
Hið íslenska Biblíufélag
ISBN 9979-838-12-4
Leiðb.verð: 3.480 kr.
^eíúri££,ar
Karlotfu
VEFURINN HENNAR
KARLOTTU
E.B. White
Þýðing: Helga Soffía
Einarsdóttir
Jón Arabel er búinn að
sækja öxina til að stytta
líf lítils gríss þegar hann
mætir dóttur sinni Furu.
Með snarræði fær Fura
því framgengt að Völ-
undur grís fær að lifa. í
lífsbaráttunni nýtur Völ-
undur þess að eiga góða
vini, ekki síst hina stór-
snjöllu kónguló Karlottu.
Þessi sígilda og töfrandi
saga, eftir höfund bókar-
innar um Stúart litla,
fjallar um umhyggju og
ást, ævintýri og dularfull
teikn en mest um það
hvernig vinátta og tryggð
geta gert kraftaverk.
174 bls.
Mál og menning
ISBN 9979-3-2172-5
Leiðb.verð: 1.990 kr.
35