Bókatíðindi - 01.12.2001, Page 38
Þýddar barna- og unglingabækur
VIÐ SKULUM SYNGJA
Útlit: Zapp
Nótur: Jimmy Tanaka
Þýðing: Sigrún
Eiríksdóttir
Einstök bók með raf-
knúnu píanói. 12 auð-
veld og skemmtileg lög
sem börnin spila eftir
merktum snertlum. Til
að spila skaltu styðja á
þær nótur á píanóinu
sem eru í sama lit og hafa
sama númer og nóturnar
á nótnastrengnum.
Mamma og pabbi hafa
líka gaman af þessari
píanóbók.
Krydd í tilveruna
ISBN 9979-9189-7-7
Leiðb.verð: 2.450 kr.
Þegar Brandur
litli týndist
Sven NotdqvM
ÞEGAR BRANDUR
LITLI TÝNDIST
Sven Nordqvist
Þýðing: Þorsteinn frá
Hamri
Pétur gamli á heima úti í
sveit ásamt hænunum
sínum. Hann er ákaflega
einmana. Dag nokkurn
kemur Anna gamla,
grannkona hans, og færir
honum dálítinn pappa-
kassa. I kassanum leyn-
ist ofurlítill kettlingur.
Þetta var hann Brandur
litli sem síðan varð vinur
Péturs og ótal margra
annarra.
26 bls.
Mál og menning
ISBN 9979-3-2162-8
Leiðb.verð: 1.890 kr.
ÞEGAR TRÖLLI STAL
JÓLUNUM
Dr. Seuss
Þýðing: Þorsteinn
Valdimarsson
Trölli þolir ekki jólin en í
næsta nágrenni við
hann, í Þeim-bæ, halda
menn þau hátíðleg með
mat og drykk, söng og
gjöfum. Eitt árið fer
Trölli af stað að nætur-
þeli og fjarlægir allt sem
minnir á jólin. En jóla-
söngvar hljóma samt að
morgni og Trölla skilst
að það er þrautin þyngri
að stela jólunum. Þessa
sígildu bók þekkja flest-
ir, ekki síst eftir að vin-
sæl kvikmynd var gerð
eftir henni. Hér er hún
endurútgefin í meistara-
legri þýðingu Þorsteins
Valdimarssonar.
56 bls.
Mál og menning
ISBN 9979-3-2222-5
Leiðb.verð: 1.990 kr.
ÆVIDAGAR ÆÐAR-
UNGA
DAYS OF THE
DUCKLINGS
SOMMER UNTER
EIDERKÚCKEN
Bruce McMillan
Þýðing: Sigurður A.
Magnússon (íslensk),
Helmut Lugmayer
(þýsk)
Sumarlangt hefur Drífa
það verkefni að líta eftir
200 skrækjandi æðar-
ungum á Hvallátrum á
Breiðafirði til að endur-
reisa æðarvarp í eynni.
Ef æðarungarnir eiga að
geta lifað af mega þeir
ekki verða gæludýr. Því
verður Drífa að annast þá
úr fjarlægð án þess að
hæna þá að sér. Bruce
McMillan hefur skrifað á
fimmta tug barnabóka og
fengið ótal verðlaun og
viðurkenningar fyrir
bækur sínar. Erlendu
útgáfurnar eru tilvaldar
fyrir erlenda vini á öll-
um aldri.
32 bls.
Mál og menning
ISBN 9979-3-2157-l(ísl.)
/-2158-X(e.)/-2159-8(þ.)
Leiðb.verð: 1.990 kr.
r “Í riEointýri E 'HitnLjátimm*
t H
SýiUar perhtr úr anaiUfftihifÁii 'Oútirff*
ÆVINTÝRI
BANGSÍMONS
Þýðing: Sigrún
Árnadóttir
Bókin hefur að geyma
sígildar sögur um þenn-
an geðþekka bangsa og
vini hans. Hún er ríku-
lega myndskreytt og
mun án efa gleðja alla
aðdáendur þeirra félaga.
Allt eru þetta hugljúfar
og skemmtilegar sögur
úr töfraheimi Bangsím-
ons sem íslensk börn
kunna vel að meta.
192 bls.
Vaka-Helgafell
ISBN 9979-2-1554-2
Leiðb.verð: 2.980 kr.
\ »
LvvL J yála&tv&cvivuvi ~
\V^ 'BÓKAVERSLUNIN GRÍMA
Spöngin 21 -112 Reykjavik - S 577-6020 Garðatorgi 3-210 Garðabær • S 565-6020
36