Bókatíðindi - 01.12.2001, Qupperneq 48
íslensk skáldverk
legar í senn. Krístnihald-
ið er síungt verk, marg-
rætt og ekki síst bráð-
fyndið. Leikgerð sögunn-
ar er nú á fjölum Borgar-
leikhússins.
300 bls. innb./kilja.
Vaka-Helgafell
ISBN 9979-2-1318-3 ib.
/-1259-4 kilja
Leiðb.verð: 3.980 kr. ib.
1.680 kr. kilja.
KRISTNIHALD UNDIR
JÖKLI
Halldór Laxness
Krístnihald undir fökli er
tvímælalaust ein vin-
sælasta skáldsaga Hall-
dórs Laxness, marg-
slungin bók þar sem
þjóðsaga og veruleiki
renna saman á áhrifa-
mikinn hátt. Sagan er nú
komin út á hljóðbók, í
eftirminnilegum flutn-
ingi Halldórs sjálfs.
Vaka-Helgafell
Hljóðbókaklúbburinn
ISBN 9979-2-1601-8 (CD)
/-1602-6 (snælda)
Leiðb.verð: 4.860 kr.
KVÖLDLJÓSIN ERU
KVEIKT
Kristín Marja
Baldursdóttir
Kyntákn á gulum skóm,
gírugur erfingi sem spól-
ar í kringum glaðbeitta
föðursystur, karlmaður
sem fær ekki sofið nema
berja konuna sína, litlar
stelpur að sulla - hér er
aðeins drepið á fáeinar
persónur í þeim tólf
smásögum Kristínar
Marju Baldursdóttur sem
birtast í þessari bók. All-
ar snerta sögurnar til-
veru kvenna og velt er
upp margvíslegum hlið-
um á samböndum
mæðgna, systra, hjóna,
frændfólks, vinnufélaga
og sambýlinga — í þeim
ísmeygilega og laun-
fyndna stíl sem lesendur
þekkja frá höfundi
Mávahláturs.
144 bls.
Mál og menning
ISBN 9979-3-2245-4
Leiðb.verð: 3.990 kr.
LAKKRÍSGERÐIN
Óskar Árni Óskarsson
Lakkgrísgerðin geymir
raunveruleg og ímynduð
ferðalög Öskars Árna
Úskarssonar um landa-
bréf bernskunnar og gær-
dagsins. Siglufjörður,
Orkneyjar, Toronto og
Árbærinn eru meðal við-
komustaða, fram úr
skuggum óminnisins
stíga Doris Day, Tómas
Guðmundsson og Glenn
Miller. Og í Pósthús-
strætinu segist Sigurður
Pálsson vera á leiðinni á
bókmenntahátíð í Gal-
isíu. „Það er rigningar-
bæli, vissara að hafa með
sér regnhlíf."
92 bls.
Bjartur
ISBN 9979-865-91-1
Leiðb.verð: 2.980 kr.
LAXNESS UM LAND
OG ÞJÓÐ
Halldór Laxness
Skrif Halldórs Laxness
um þjóð sína og kjör
hennar hafa ætíð vakið
athygli. Hann reitti
landsmenn ýmist til
reiði með stóryrðum eða
snerti með einlægni
sinni strengi í brjósti sér-
hvers íslendings. Hér
birtast fjölmargar lýsing-
ar hans á landi og þjóð —
allar forvitnilegar og
margar ógleymanlegar.
80 bls.
Vaka-Helgafell
ISBN 9979-2-1535-6
Leiðb.verð: 790 kr.
MANNÆTUKONAN OG
MAÐUR HENNAR
Bjarni Bjarnason
Mannætukonan og mað-
ur hennar hlaut Bók-
menntaverðlaun Hall-
dórs Laxness árið 2001. í
umsögn dómnefndar um
verðlaunin segir: „Bókin
er í dulargervi glæpasögu
en ber skýr merki ástar-
sögu, þjóðsögu og hryll-
ingssögu enda þótt höf-
undurinn snúi út úr öll-
um þessum bókmennta-
greinum. Hér er á ferð
ævintýraleg skáldsaga
þar sem saman fara frjótt
ímyndunarafl, og rík frá-
sagnargáfa svo úr verður
magnað og óvenjulegt
bókmenntaverk."
180 bls.
Vaka-Helgafell
ISBN 9979-2-1588-7
Leiðb.verð: 4.280 kr.
MEDÚSAN
Oddný Sen
í þessari fyrstu skáld-
sögu Oddnýjar er skáld-
skapurinn samofinn
minningum og fjörugu
hugarflugi, en hún fjallar
um litríkan æviferil Mar-
íu sem elst upp í óvenju-
legu umhverfi á um-
46