Bókatíðindi - 01.12.2001, Page 50
íslensk skáldverk
ir. Einn daginn grípur
hann tréíkornann sem
hann hefur tálgað: „Ég
held fast um íkornann og
finn lífið í mér færast í
hann og svo rennum við
saman. Það brestur í
kvistum. Ég er kominn
inn í skóginn, ég heyri
fuglatíst. Eg er aftur orð-
inn að íkorna.“ Nætur-
Iuktin er sjálfstætt fram-
hald skáldsögunnar
Gangandi íkorni, sem
kom út árið 1987. Fyrir
síðustu bók sína, Gula
húsið, hlaut Gyrðir Elías-
son bæði Bókmennta-
verðlaun Halldórs Lax-
ness og Islensku bók-
menntaverðlaunin 2000.
117 bls.
Mál og menning
ISBN 9979-3-2208-X
Leiðb.verð: 3.990 kr.
ODDAFLUG
Guðrún Helgadóttir
Skáldsaga Guðrúnar
Helgadóttur, Oddaflug,
er litrík og skemmtileg
fjölskyldusaga, um ást og
söknuð, gleði og sorg,
svik og vonbrigði. Bókin
er nú komin út á hljóð-
bók, í flutningi höfundar.
Hljóðbókaklúbburinn
ISBN 9979-841-84-2 (CD)
/-85-0 (snælda)
Leiðb.verð: 4.280 kr.
ÓVINAFAGNAÐUR
Einar Kárason
Þórður kakali situr að
sumbli í Noregi árið
1238 þegar hann fær þær
fréttir að faðir hans, Sig-
hvatur Sturluson og
bróðir, Sturla Sighvats-
son, hafi verið felldir á
Orlygsstöðum í fjöl-
mennustu orrustu sem
háð hefur verið á íslandi.
Óvígur her undir forystu
Kolbeins unga og Gissur-
ar Þorvaldssonar hafa
þar með hnekkt veldi
Sturlunga og lagt landið
undir sig. Þórður kakali
ákveður að kveðja bílífið
í Noregi, halda heim og
mæta fjendum sínum. I
hönd fer æsispennandi
atburðarás með fjölda lit-
ríkra persóna sem Einar
Kárason gæðir lífi og
dýpt með frumlegri frá-
sagnaraðferð og þeirri
sagnagleði sem lesendur
þekkja úr fyrri verkum
hans.
248 bls.
Mál og menning
ISBN 9979-3-2244-6
Leiðb.verð: 4.490 kr.
Sp/æs ^,.'v
S. 487-7770 • F 487-7771
HALLDOR
LAXNESS
Paradísar
heimt
PARADÍSARHEIMT
Halldór Laxness
Paradísarheimt, saga
kotbóndans frá Steinum
undir Steinahlíðum, er
margslungið verk, að
uppistöðu harmsaga en á
yfirborðinu tindrar sagan
af kímni. Bókin hefur nú
verið gefin út í kilju.
239 bls.
Vaka-Helgafell
ISBN 9979-2-1571-2
Leiðb.verð: 1.680 kr.
REISUBÓK GUÐRÍÐAR
SÍMONARDÓTTUR
Skáldsaga byggð á
heimildum
Steinunn
Jóhannesdóttir
Árið 1627 hertóku
ofbeldismenn frá Alsír
um fjögur hundruð
Islendinga og fluttu til
þrældóms í Barbaríinu.
Ein þeirra var Guðríður
Símonardóttir, ung sjó-
mannskona og móðir í
Vestmannaeyjum. Skáld-
ið fylgir Guðríði á henn-
ar löngu reisu í þræla-
kistuna í Alsír, segir frá
níu ára vist hennar þar
og lýsir ferðinni norður
uns hún eygir Island á
ný með Hallgrími Pét-
urssyni. Fjöldi her-
numdra íslendinga fær
nafn og sögu í bókinni og
skyggnst er á bak við
tjöldin í heimi araba og
islams á 17. öld. Að baki
þessu viðamikla skáld-
verki liggur sex ára rann-
sóknarvinna og ferðalög
á söguslóðir í ýmsum
löndum. Ævintýraleg og
spennandi saga af ánauð
og frelsun sterkrar konu.
Bókin er myndskreytt.
500 bls.
Mál og menning
ISBN 9979-3-2235-7
Leiðb.verð: 4.990 kr.
SIGURVEGARINN
Magnús Guðmundsson
Dagbjartur Þórarinsson,
sem vinirnir kalla
Dadda, er einn af þeim
ungu mönnum sem
gildnuðu á góðærisskeið-
inu og auðguðust á grá-
um innherjaviðskiptum.
Hér segir hann sögu sína.
I bráðfyndinni og óvæg-
48