Bókatíðindi - 01.12.2001, Blaðsíða 56
íslensk skáldverk
Örlögin leiða hana upp
til sigurhæða, í heim
fólksins í sveitinni. Níu
árum síðar er hún enn
fyrir norðan. Hún raðar
brotum ævi sinnar saman
í bréf til dóttur sinnar,
dóttur sem hún botnar
ekkert í og veit ekki hvar
er að finna. Efniviðinn
sækir skáldkonan sum-
part í íslenskar þjóðsögur
og þjóðtrú og úr verður
heillandi seiður ástríðna
og heitra tilfinninga, á
mörkum veruleikans, í
veröld þar sem heimar
manna og vætta skarast.
198 bls.
Mál og menning
ISBN 9979-3-2247-0
Leiðb.verð: 4.290 kr.
VIÐ
Smásögur
Björn Þorláksson
Grátbrosleg, meinleg,
fyndin, sorgleg. Björn
skrifar um nútímann og
honum er ekkert heilagt.
Beinskeyttur, ófeiminn,
jafnvel djarfur umfram
það sem getur talist hollt.
Lesandinn er neyddur til
að taka afstöðu. Frábær-
lega vel skrifaðar smá-
sögur sem láta engan
ósnortinn.
112 bls.
Bókaútgáfan Hólar
ISBN 9979-9509-5-1
Leiðb.verð: 2.980 kr.
VIÐ FÓTSKÖR
MEISTARANS
Þorvaldur Þorsteinsson
Þorvaldur Þorsteinsson
er kunnastur fyrir barna-
bækur sínar um Blíð-
finn. Nú sendir hann frá
sér skáldsögu og það er
engin barnasaga. Þetta er
sagan um allt þetta ein-
staka fólk sem er aldrei í
fréttunum. Fólk sem ætti
kannski með réttu að
vera í brennidepli um-
ræðunnar alla daga. Hún
fjallar um Harald sem
gefið er í skyn að standi á
bak við uggvænlegar
fréttir í dagblöðunum,
um handrukkara sem
hefur í hyggju að bjarga
íslenskri kvikmyndagerð
en þó einkum um hinn
fjölhæfa Þráin, sem
gengur um með undar-
íega frjóan skáldskap í
blautum plastpoka.
160 bls.
Bjartur
ISBN 9979-865-94-6
Leiðb.verð: 3.980 kr.
VINJETTUR -
VIGNETTES
Ármann Reynisson
Þýðing: Martin Regal
I bókinni Vinjettur -
Vignettes sem bæði er á
íslensku og ensku eru
stuttar, hnitmiðaðar sög-
ur þar sem skipast á
örskotsstund aðstæður í
lífi manna, afhjúpaður er
tilgangur, tilfinningar
endurgoldnar og þeir rata
veginn heim á ný sem
hlaupist hafa brott. List-
ræn vinnubrögð, ráða-
brugg stjórnmálamanna,
ástir, náttúrulýsingar,
grimmd mannanna og
göfuglyndi hvers í annars
garð; allir þessir þættir
eru f kastljósinu.
96 bls.
AR-Vöruþing
ISBN 9979-60-667-3
Leiðb.verð: 2.920 kr.
VÍG KJARTANS
ÓLAFSSONAR
Sorgarleikur í einum
þætti
Júlíana Jónsdóttir
Sögulegt leikrit með efni
úr Laxdælu. Víg Kjartans
\ íg Kjurtans Ólafssonar
SORGARLKIKI R
í KIM M l> KTTI
JÖk,
SÖCt SPKMNHSTin t
ItAFNARFIRtH
MMI
Ólafssonar er elsta svið-
setta leikritið eftir ís-
lenska konu, frumsýnt í
Stykkishólmi veturinn
1879. Höfundurinn, Júlí-
ana Jónsdóttir (1838-
1917), er jafnframt fyrsta
konan sem gaf út eftir sig
ljóðabók, Stúlku, 1877.
Helga Kress bjó leikritið
til prentunar og skrifar
inngang um höfundinn
og verkið.
56 bls.
Söguspekingastifli
Dreifing: Háskóla-
útgáfan
ISBN 9979-9231-5-6
Leiðb.verð: 1.780 kr.
Yfir Ebrofljótið
-- * i
Ál-FRÚN Gl^M A l.'íiSDO r I I r
YFIR EBROFLJÓTIÐ
Álfrún Gunnlaugsdóttir
Haraldur er einn þeirra
ungu manna á fjórða
áratug liðinnar aldar
54