Bókatíðindi - 01.12.2001, Qupperneq 60
Þýdd skáldverk
AÐRAR RADDIR,
AÐRIR STAÐIR
Truman Capote
Þýðing: Atli Magnússon
í þessari dulmögnuðu
skáldsögu segir írá 13 ára
dreng, Joel Knox, sem
leitar föður síns á niður-
níddri plantekru í miðju
Suðurríkja Bandaríkj-
anna, stað þar sem
furðulegir og afkáralegir
einstaklingar eru við
hvert fótmál og upp-
lausnin og geðsýkin eru
skammt undir yfirborð-
inu. Andrúmsloft sög-
unnar er að hálfu leyti
martröð, að hálfu leyti
ævintýri. Vegna þeirra
áhrifa er Joel verður fyrir
af þessu umhverfi, kveð-
ur hann senn barnæsku
sína og nær þroska og
þrótti til að líta tilveruna
augum fullvaxta manns.
Sagan er rituð í töfra-
raunsæisstíl þeirrar teg-
undar sem ýmsir álíta að
enginn hafi haft á valdi
sínu frá því á dögum
Edgars Allan Poe. - Höf-
undur ritar formála að
sögunni.
188 bls.
Muninn bókaútgáfa
ISBN 9979-869-61-5
Leiðb.verð: 3.480 kr.
iSW Marianne Fredriksson
ú
w.
Anna, Hanna
&JÓHANNA
ANNA, HANNA OG
JÓHANNA
Marianne Fredriksson
Þýðing: Sigrún Á.
Eiríksdóttir
Skáldsagan Anna,
Hanna og Jóhanna er
hrífandi verk, ástar- og
harmsaga þar sem saman
fer sterk persónusköpun
og seiðandi frásögn.
Þessi saga Marianne
Fredriksson hefur verið
metsölubók víða um
lönd og hlaut mjög góðar
viðtökur hérlendis. Bók-
in er nú komin út í kilju.
368 bls.
Vaka-Helgafell
ISBN 9979-2-1556-9
Leiðb.verð: 1.599 kr.
ÁÐUR EN ÉG KVEÐ
Mary Higgins Clark
Þýðing: Jón Daníelsson
Þegar bátur Adams
Caulfields springur í loft
upp er það ekki einungis
sorgin sem þjakar ekkj-
una, Nell McDermott,
heldur einnig samvisku-
bit eftir að þau rifust
sama morgun. En hver
hafði hag af því að myrða
eiginmann hennar? Nell
leiðist sjálf út í rannsókn
málsins, grunlaus um að
með því stefnir hún sér í
mikla hættu. Sá - eða sú
- sem kom sprengjunni
fyrir f bátnum svífst
einskis til að ná mark-
miðum sínum.
293 bls.
Skjaldborg
ISBN 9979-57-501-8
Leiðb.verð: 3.480 kr.
BRÖGÐ í TAFLI
Agatha Christie
Þýðing: Ragnar
Jónasson
Það er eitthvað dularfullt
á seyði á sveitasetrinu
Brautarbergi. Fröken
Jane Marple fer þangað
til að heimsækja gamla,
auðuga vinkonu sína.
Óvæntan gest ber að
garði og skömmu síðar er
framið morð og þá reynir
á hina skarpskyggnu
fröken Marple. Fröken
Marple er eins ólík hin-
um hefðbundna leynilög-
reglumanni og hugsast
getur, enda hefur margur
glæpamaðurinn vanmet-
ið hæfileika hennar - og
farið flatt á því.
183 bls.
Skjaldborg
ISBN 9979-57-500-X
Leiðb.verð: 3.480 kr.
AMY TAN
D Ó T T I R
Bfil NAO R/K.ÐARANS
DÓTTIR BEINA-
GRÆÐARANS
Amy Tan
Þýðing: Anna María
Hilmarsdóttir
Dóttir beinagræðarans er
nýjasta skáldsaga Amy
Tan, hrífandi saga og lit-
rík sem hvarvetna hefur
fengið lofsamlega dóma.
Sagan lýsir stormasömu
sambandi mæðgna, Ruth
og LuLing, sem löngum
hefur verið dóttur sinni
ráðgáta. Þegar Ruth finn-
ur óvænt endurminning-
ar gömlu konunnar öðl-
58