Bókatíðindi - 01.12.2001, Blaðsíða 68
Þýdd skáldverk
MYND ÖRLAGANNA
Isabel Allende
Þýðing: Kolbrún
Sveinsdóttir
Sjálfstætt framhald hinn-
ar geysivinsælu sögu,
Dóttir gæfunnar sem kom
út á íslensku í fyrra. Hér
er það Aróra del Valle,
barnabarn Elísu Somm-
ers, sem segir frá, og fær-
ist frásögnin frá New
York til Chile þar sem við
sögu koma persónur úr
fyrstu bók skáldkonunn-
ar, Húsi andanna. Eins og
fyrr er hér sögð margþætt
saga af stórbrotnum ör-
lögum, litríkum persón-
um og spaugilegum at-
vikum. A hverri síðu ber
fyrir augu fólk, fagurt,
ljótt, hnarreist, þrjóskt,
ástríðufullt, heiftúðugt og
blíðlynt — en umfram allt
lifandi.
296 bls.
Mál og menning
ISBN 9979-3- 2249-7
Leiðb.verð: 4.490 kr.
POBBY OG DINGAN
Ben Rice
Þýðing: Bjarni Jónsson
Pobby og Dingan er ein-
stæð saga, sem gerist í
litlum námabæ í Astral-
íu. Unglingsdrengurinn
Ashmol og fjölskylda
hans lenda í óvæntum
vanda þegar tveir vinir
systur hans hverfa - vin-
66
ir sem eru öllum ósýni-
legir nema henni. Grát-
brosleg og eftirminnileg
saga um mannlega
bresti, sorgina og þær
fórnir sem við færum í
nafni kærleikans.
125 bls.
Vaka-Helgafell
ISBN 9979-2-1585-2
Leiðb.verð: 2.980 kr.
RÍKISRÁÐIÐ
Boris Akúnin
Þýðing: Árni Bergmann
Fandorin, ríkisráði í
Moskvu, slyngasta rann-
sóknarlögreglumanni
Rússlands, er falið að
tryggja öryggi háttsettra
embættismanna. En
flokkur hryðjuverka-
manna reynir að leika á
hann og Moskva nötrar í
sprengjudunum. Engar
bókmenntir eru eins vin-
sælar í Rússlandi um
þessar mundir og sög-
urnar um Fandorin. Þær
gerast á 19. öld og sam-
eina á undraverðan hátt
anda rússnesku meistar-
anna Dostojevskís, Túr-
genjevs og Tolstojs, og þá
spennu sem einkennir
glæpasögur nútímans.
Þessi einstaka samtvinn-
un ólíkra þátta gerir sög-
ur Boris Akúnins að
fágætri lestrarnautn.
298 bls. kilja.
Mál og menning
ISBN 9979-3-2210-1
Leiðb.verð: 1.599 kr.
SAGA AUGANS
SAGA AUGANS
Georges Bataille
Þýðing: Björn
Þorsteinsson
Saga augans er ein
þekktasta frásögn heims-
bókmenntanna. Ung-
lingskrakkarnir Simone
og sögumaður kynnast í
strandbænum X og tak-
ast á hendur ferð inn í
innstu myrkur sinna eig-
in nautna. Ljóðrænt, súr-
realískt og erótískt
meistaraverk sem sækir
sinn ótrúlega slagkraft til
ögrandi fullyrðingar:
Sjálf rót tilveru okkar er
klámið. Bókin kom fyrst
út árið 1928 undir dul-
nefni og hefur fyrir
löngu tryggt sér sess sem
sígilt verk um kenndir
sem fæstir þora enn að
nefna á nafn.
123 bls.
Forlagið
ISBN 9979-53-429-X
Leiðb.verð: 3.290 kr.
SJÁUMST AÐ ÁRI í
JERÚSALEM
André Kaminski
Þýðing: Ingibjörg
Bergþórsdóttir
Eitt af meistaraverkum
gyðinglegrar sagnalistar.
Hér segir frá ljósmyndar-
anum dvergvaxna Leo
Rosenbach og fjölskyldu
hans, og síðan auðmann-
inum Kaminski sem er
faðir ellefu óþekktaranga
sem gerast byltingarsinn-
ar og fótboltahetjur í
Ameríku. Sögur þessara
fjölskyldna tvinnast í
örlögum hinnar stoltu og
gáfuðu Mölwu Rosen-
bach og kommúnistans
kynþokkafulla, Hersch
Kaminski. Hér er sagt frá
djúpri visku, mikilli
flónsku og sárum harmi
en samt ólgar sagan af
óborganlegu skopi, ærsl-
um og girnd, og gerist
eins og allar miklar sög-
ur á hinum dularfullu
landamærum hláturs og
trega.
360 bls. kilja.
Mál og menning
ISBN 9979-3-2147-4
Leiðb.verð: 1.599 kr.
j