Bókatíðindi - 01.12.2001, Blaðsíða 90
Fræði og bækur almenns efnis
HIÐ ÍSLENZKA FORNRHAFÉLAG
EYFIRÐINGA SÖGUR
íslenzk fornrit IX
Víga-Glúms saga,
Ögmundar þáttr dytts,
Þorvalds þáttr tasalda,
Svarfdæla saga, Þor-
leifs þáttr jarlsskálds,
Valla-Ljóts saga,
Sneglu-Halla þáttr,
Þorgríms þáttr Halla-
sonar
Jónas Kristjánsson gaf
út með ítarlegum for-
mála og skýringum
I Víga-Glúms sögu er
einkum sagt frá deilum
Glúms og Esphælinga
um héraðsvöld í Eyja-
firði á síðari hluta 10.
aldar. Lýkur sögunni
með dauða Glúms árið
1003. Svaifdæla saga er
héraðssaga á 10. öld og
greinir mjög frá deilum
og vígaferlum. Fram-
hald hennar er Valla-
Ljóts saga. Sneglu-Halla
þáttui er frásögn af
glettni og gamanbrögð-
um Halla við hirð Har-
alds konungs harðráða
(1046-1066).
433 bls.
Dreifing:
Hið ísl. bókmenntafélag
ISBN 9979-893-09-5
Leiðb.verð: 3.648 kr.
Hanncb hólmbtcinn Oiibuubbqn
FISKAR
U N D IR
S T £ I N I
SEX RITGERÐIR í STJÓRNMÁLAHEIMSPEKI
nuaavlwNOABxarNUN mííkóla Iblanoi
FISKAR UNDIR STEINI
Hannes Hómsteinn
Gissurarson
Höfundur fjallar um
stjórnmál 20. aldar og
gerir stjórnmálaátök ald-
arinnar upp. í bókinni
segir m.a.: „Þótt hinum
hörðu deilum tuttugustu
aldar um frjálst hagkerfi
og sósíalisma hafi lokið
með tapi sósíalismans,
hefur frjálshyggjan ekki
sigrað..." Tvær hug-
myndir af ætt sósíalisma
njóta að hans sögn enn
víðtæks fylgis. Önnur
þeirra er sú að maður
megi því aðeins skapa
eitthvað, jafnvel þótt
öðrum sé að meinalausu,
að hann veiti öðrum
hlutdeild í því. Þessi
hugmynd er einmitt ein
meginforsenda kröfunn-
ar um félagsleg réttindi.
Hin hugmyndin er að
maður skaði jafnan aðra
með því að nema einstök
gæði náttúrunnar en
hennar hefur mjög gætt í
umræðum síðasta áratug
tuttugustu aldar um
kvótakerfið í íslenskum
sjávarútvegi. I bókinni
eru þessar tvær hug-
myndir gagnrýndar í sex
ritgerðum, og kenning-
um Adams Smiths, Frið-
riks von Hayeks og
Roberts Nozicks lýst og
margháttuðum rökum
gegn þeim svarað.
211 bls. kilja.
Háskólaútgáfan
ISBN 9979-54-449-X
Leiðb.verð: 2.990 kr.
FISKLEYSISGUÐINN
Ásgeir Jakobsson
Um tuttugu ára skeið
gagnrýndi Asgeir Jakobs-
son, rithöfundur, fisk-
veiðiráðgjöf Hafrann-
sóknastofnunar í snjöll-
um ádeilugreinum sem
birtust í Moigunblaðinu.
Hann taldi fiskifræðinga
ekki búa yfir nægilegri
þekkingu á lífríki sjávar
til að fara í stjórnunarleik
með fiskveiðarnar. Hann
benti á þá sögulegu stað-
reynd að íslensk fiskislóð
þarfnaðist jafnrar og
góðrar grisjunar. Þannig
fengist af henni jafnbesti
aflinn og ekki minna en
400 þúsund tonn árlega
af þorski. Hafrannsókn
hefði tekið skakkan pól í
hæðina og stjórnað
þorskstofninum í felli.
Þrjátíu ára samdráttar- og
friðunarstjórn Hafrann-
sóknar hefði haft af þjóð-
inni ekki minna en 200
milljarða í gjaldeyristekj-
ur.
Hér er þessum greinum
Asgeirs Jakobssonar safn-
að á bók sem óhætt er að
segja að eigi beint erindi í
þá umræðu sem óhjá-
kvæmilega er í vændum
þegar æ fleiri eru að
vakna til vitundar um að
ekki er allt með felldu í
fiskveiðiráðgjöf Hafrann-
sóknastofnunar.
192 bls.
Nýja Bókafélagið
ISBN 9979-764-21-X
Leiðb.verð: 3.480 kr.
FJÖLSKYLDUR VIÐ
ALDAHVÖRF
Sigrún Júlíusdóttir
Hér er fjallað um aðstæð-
ur fjölskyldna, náin
tengsl og uppeldisskil-
yrði barna. Samnefnar-
inn er breytingar og þau
umskipti sem breyttar
samfélagsaðstæður hafa
haft í för með sér fyrir
fjölskyldur, fullorðna og
börn, en einnig fyrir fag-
fólk. Greinarnar fela í sér
boðskap um gildi mann-
legra tengsla og að innan
fjölskyldu skapist sú
undirstaða samkenndar,
umburðarlyndis og sið-
ræns þroska sem mestu
skiptir bæði fyrir ein-
staklinga og samfélag
manna.
Bókin á erindi til allra
sem hafa áhuga á að afla
sér fróðleiks um fjöl-
skyldumál og vilja fylgj-
ast með umræðu og
stefnumörkun í fjöl-
skyldumálefnum.
256 bls. kilja.
Háskólaútgáfan
ISBN 9979-54-446-5
Leiðb.verð: 3.400 kr.
88