Bókatíðindi - 01.12.2001, Blaðsíða 96
Fræði og bækur almcnns efnis
ritgerða og þessi bók
geymir um þúsund til-
vitnanir í greinasöfn
hans. Hér skiptast á beitt-
ar háðsglósur og glitrandi
stílperlur, tærasta ein-
lægni og skemmtilegir
sleggjudómar — allt
óbrigðull vitnisburður
um skarpa hugsun og
heitt hjarta skáldsins.
376 bls.
Vaka-Helgafell
ISBN 9979-2-1544-5
Leiðb.verð: 4.860 kr.
Björn Th.Björnsson
Haustlauf
HAUSTLAUF
Björn Th. Björnsson
Þessi bók geymir sagna-
þætti af ýmsu tagi. Hár er
að finna minningar um
sérkennilega menn og
lífskúnstnera, jafnt sam-
ferðamenn sem lista-
menn fyrri tíma, og má
m.a. nefna þátt um Karl
Einarsson Dunganon,
hugleiðingar um listir,
og einnig persónulegar
endurminningar. Fróðleg
bók, skrifuð af þeirri ein-
stæðu stílleikni sem ein-
kennir allan ritferil
Björns Th. Björnssonar.
118 bls.
Mál og menning
ISBN 9979-3-2252-7
Leiðb.verð: 3.990 kr.
I leinmr
>káli|suiiminar
HEIMUR SKÁLD-
SÖGUNNAR
11. bindi í Fræðiritum
Bókmenntafræðistofn-
unar Háskóla íslands
Ritstj.: Ástráður
Eysteinsson
Heimur skáldsögunnar
geymir ritgerðir eftir 30
fræðimenn um jafnmarg-
ar skáldsögur sem birst
hafa á íslensku, frum-
samdar og þýddar. 14
sagnanna eru eftir
íslenska höfunda og 16
eftir erlenda. Horft er á
þessa fjölskrúðugu bók-
menntagrein og ýmsum
aðferðum beitt við grein-
ingu sagnanna. Ritgerð-
irnar eru byggðar á fyrir-
lestrum sem haldnir
voru á Skáldsagnaþingi
við Háskóla Islands vor-
ið 2001.
250 bls.
Háskólaútgáfan
Bókmenntafræðistofnun
ISBN 9979-54-478-3
Leiðb.verð: 3.490 kr.
HIN ÆÐRI GILDI
Gunnþór Guðmundsson
Hugleiðingar, spakmæli
og ljóð.
Guðrún Asmundsdótt-
ir leikkona segir m.a. í
formála: „Gunnþór var
um tvítugt þegar hann
varð fyrir sterkri trúar-
reynslu og virðist sú
upplifun hafa fylgt hon-
um gegnum lífið“..Eft-
ir útkomu fyrstu bókar
Gunnþórs fer hann að
leita eftir félagsskap
manna sem verða hon-
um hvatning og óþrjót-
andi innblástur til nýrra
dáða. Ber þar helst að
nefna þá Úlf Ragnarsson
lækni og rithöfundinn
Gunnar Dal“.
154 bls.
Gunnþór Guðmundsson
ISBN 9979-60-690-8
Leiðb.verð: 2.000 kr.
HUGLEIÐINGAR UM
FRUMSPEKI
René Descartes
Þýðing: Þorsteinn
Gylfason sem einnig rit-
ar inngang og skýringar
Þetta er eitt höfuðverk
vestrænnar heimspeki.
Höfundur færir sönnur á
tilveru Guðs og greinar-
mun sálar og líkama.
Þessar röksemdir um
tvær af stærstu gátum
mannsandans þóttu afar
nýstárlegar, mættu sterkri
andstöðu og ollu hat-
römmum deilum. Des-
cartes ummyndar hina
kristilegu hugleiðinga-
hefð, gerir úr henni rök-
málslist sem þjónar
traustum og áreiðanleg-
um vísindum. Textinn er
rómaður fyrir skýrleika
og látleysi. I inngangi er
textinn settur í samhengi
við hræringar í andlegu
lífi í Evrópu og á íslandi á
17. öld.
241 bls.
Hið ísl. bókmenntafélag
ISBN 9979-66-098-8
Leiðb.verð: 2.390 kr.
HVAÐ ER HEIMSPEKI
Tíu greinar frá
tuttugustu öld
Ritstj.: Róbert Jack og
Ármann Halldórsson
Bókin inniheldur greinar
94