Bókatíðindi - 01.12.2001, Side 122
Fræði og bækur almcnns efnis
floti vegna ísingar á þess-
um slóðum.
216 bls.
Islenska bókaútgáfan
ISBN 9979-877-35-9
Leiðb.verð: 4.480 kr.
UMDÍlMSiUT
EVHÓPSKA FRAMURSTEFNAN
Yflrlýsingar
11111 IUtNl>KA nÓKMCNNlAFllAO
YFIRLÝSINGAR
Evrópska framúr-
stefnan
Pýðincj: Áki G. Karls-
son, Arni Bergmann og
Benedikt Hjartarson,
sem einnig ritar inn-
gang og skýringar
Hér birtast nokkrir af
markverðustu textum
framúrstefnuhreyfing-
anna sem fram komu í
Evrópu 1909-1939: ít-
alskra- og rússneskra fút-
úrista, þýskra expressj-
ónista, breskra vortisista
og ímagista, dadaista og
súrrealista. Hreyfingarnar
höfðu djúpstæð áhrif á
menningarlíf álfunnar
með róttækum hugmynd-
um og fjölbreytilegri list-
sköpun. Stefnuyfirlýsing-
amar gegndu mikilvægu
hlutverki í mótun og
miðlun hinnar nýju fag-
urfræði þar sem ráðist var
til atlögu gegn ýmsum
undirstöðuhugmyndum
vestrænnar heimspeki og
þjóðfélagsumræðu í því
skyni að losa um hvers-
kyns höft á sköpunargáfu
nútímamannsins.
537 bls.
Hið ísl. bókmenntafélag
ISBN 9979-66-099-6
Leiðb.verð: 4.490 kr.
HEEMAfíN PÍ,iS!>0?í
VÍNLANDIDCiÖDA
VÍNLANDIÐ GÓÐA
írskar og íslenskar
sagnir um landafundi í
vesturheimi
Hermann Pálsson
Hér er fjallað um tvö
atriði sem varða hug-
myndaheim forfeðra
vorra á tólftu og þrett-
ándu öld. Annars vegar
frásagnir í fornsögum
okkar og kenndar eru við
Vínland og þann fróðleik
sem Irar skráðu forðum
um þær lendur fyrir land-
nám Islands. Hins vegar
er athygli beint að ýmiss
konar skyldleika sem er
með írskum og íslenskum
fomritum og þá sérstak-
lega hvað varðar frásagnir
af löndum í vestri. Hér er
því varpað nýju ljósi á
hugmyndir okkar um
landafundi í Ameríku.
243 bls. kilja.
Háskólaútgáfan
ISBN 9979-54-465-1
Leiðb.verð: 2.980 kr.
ÆÐARFUGL OG
ÆÐARRÆKT Á
ÍSLANDI
Ritstj.: Jónas Jónsson
í þessu yfirgripsmikla
riti er að finna flest það
sem hægt er að segja um
æðarfugl og æðarrækt
hér á landi frá fyrstu tíð
til vorra daga. Auk þess
er í ritinu ítarleg lýsing á
öllum varpjörðum lands-
ins. Bókin er alþýðlegt
fræðirit og hefur faglegt
gildi á sviði náttúru-
fræði, atvinnusögu og
þjóðfræði, jafnframt því
sem hún á að geta nýst til
kennslu og leiðbeininga
fýrir þá sem sinna æðar-
rækt.
Þetta mikla ritverk er
litprentað og hlaðið ljós-
myndum, teikningum og
kortum.
550 bls.
Mál og mynd
ISBN 9979-772-08-5
Leiðb.verð: 18.900 kr.
ÖLDIN FJÓRTÁNDA
Minnisverð tíðindi
1301-1400
Óskar Guðmundsson
tók saman
Á fjórtándu öldinni
mátti þjóðin kenna á
óblíðri náttúru og ógur-
legri eldgosum en dunið
höfðu yfir síðan land
byggðist. Samt reis
íslensk menning sjaldan
hærra. Sjávarútvegur
kemur til sögunnar sem
sjálfstæð og vaxandi
atvinnugrein á þessum
tíma. Þá tekur fiskur við
af vaðmáli sem helsta
útflutningsvara þjóðar-
innar og leiddi það til
gífurlegra breytinga.
Sjávarútvegurinn efldi
þær höfðingjaættir sem
áttu lönd og aðstöðu í
námunda við fengsæl
mið og gátu komið upp
verstöðvum - og stóðu
norðlenskir höfðingjar
þar best að vígi. Hér er að
finna líflega samantekt á
átakamiklum atburðum í
sögu þjóðarinnar þar
sem margir eftirminni-
legir menn marka spor
og forvitnilegir lífshættir
eru rifjaðir upp. Þetta
nýja bindi í hinum
sígilda bókaflokki, Ald-
irnar, er bráðskemmti-
legt og fróðlegt fyrir fólk
á tuttugustu og fyrstu
öldinni, prýtt fjölda lit-
mynda af listaverkum og
fornum minjum sem
varpa ljósi á sögu fjórt-
ándu aldar.
252 bls.
Iðunn
ISBN 9979-1-0430-9
Leiðb.verð: 5.880 kr.
120