Bókatíðindi - 01.12.2001, Qupperneq 140
Ævisögur og
Vigdfs Stefánsdóttir
STEINAR
Vigdís Stefánsdóttir.
Sönn, einlæg og áhrifa-
mikil saga móður um
ofvirkan son sem leidd-
ist út í fíkniefnaneyslu
og afbrot og tók eigið líf
tæplega tvítugur. Sagan
rekiir líf Steinars frá fæð-
ingu; sagt er frá skóla-
göngu, erfiðleikum í
umgengni, meðferðartil-
raunum og glímu við
kerfið. Hún lýsir tilfinn-
ingum og sársauka þess
sem horfir upp á barnið
sitt tortíma sjálfu sér og
getur ekkert að gert.
Gefin út til styrktar
Götusmiðjunni og for-
varnastarfi IOGT meðal
barna.
96 bls.
Stoð og styrkur
Dreifing: Æskan ehf.
ISBN 9979-9367-6-2
Leiðb.verð: 2.490 kr.
STEINN STEINARR
Leit að ævi skálds -
seinna bindi
Gylfi Gröndal
Ævisaga Steins Steinarrs
eftir Gylfa Gröndal hlaut
frábærar viðtökur þegar
fyrra bindi hennar kom
út fyrir síðustu jól. Hún
varð metsölubók, fékk
góða dóma almennings
og var tilnefnd til
Islensku bókmennta-
138
endurmiimingar
f
Steinn Steinarr
LEIT AÐ ÆVI SKÁLDS
verðlaunanna. Steinn
Steinarr er tvímælalaust
eitt mesta ljóðskáld tutt-
ugustu aldar, og hver ný
kynslóð tileinkar sér
skáldskap hans og dáist
að honum. Um Stein
spunnust ótal þjóðsögur,
en það var ekki fyrr en
Gylfi Gröndal tók sér fyr-
ir hendur að kanna ævi
hans að nýjar heimildir
komu fram sem gerðu
kleift að varpa ljósi á
raunveruleg ævikjör
skáldsins, ljóð hans, ást-
ir og ævintýri. Það tókst
meira að segja að draga
fram í dagsljósið nýja
bók eftir Stein, söguna
um Höllu sem Louisa
Matthíasdóttir mynd-
skreytti og gefin var út
samhliða ævisögunni.
í síðara bindi þessa
metnaðarfulla verks
bætast við ný gögn og
heimildir um líf Steins
og list sem vekja munu
mikla athygli. Einnig
hefur komið í leitirnar
kveðskapur eftir hann
sem ekki hefur birst
áður, afmæliskvæði til
Þórbergs Þórðarsonar og
Splæs
Dynskálum 22
850 Hella
S. 487-7770 • F 487-7771
Guðmundar Sigurðsson-
ar og margt fleira. Per-
sónuleiki Steins Stein-
arrs, meinleg fyndni
hans, kerskni og kald-
hæðni, kemur enn skýr-
ar í ljós í þessu síðara
bindi, og eins og áður
tekst Gylfa Gröndal að
gera hvort tveggja í
senn: Vinna af vand-
virkni og nákvæmni úr
nýjum heimildum og
skrifa jafnframt áhrifa-
mikla og skemmtilega
ævisögu.
Um 400 bls.
JPV ÚTGÁFA
ISBN 9979-761-36-9
Leiðb.verð: 4.980 kr.
SÚ DIMMA RAUST
Leikarinn, óperu-
söngvarinn og hrossa-
bóndinn Jón Sigur-
björnsson
Jón Hjartarson
Söngurinn, lífið og listin
er kjarni þessarar bókar
og við kynnumst líka
Jóni Sigurbjörnssyni á
þeim vettvangi sem
hann hefur valið sér á
seinni árum, við hesta-
búskap austur í sveit þar
sem hann unir sér best.
Jón Hjartarson, leikari og
rithöfundur, heimsótti
nafna sinn í sveitina þar
sem hann rifjaði upp og
sagði frá ýmsum atburð-
um, áhrifavöldum, sam-
ferðafólki, ógleymanleg-
um ævintýrum — og
einni martröð - á sinn
kankvísa hátt.
í bókinni er fjöldi
mynda frá lífi og starfi
Jóns og einnig fylgja með
skrár yfir hlutverk, leik-
stjórnarverk og þátttöku
hans í kvikmyndum.
184 bls.
Iðunn
ISBN 9979-1-0438-4
Leiðb.verð: 4.980 kr.
SYNDIR SÆFARA
Lúkas Kárason
Með blöndu af húmor og
næmri tilfinningu lýsir
Lúkas kjörum fjölskyldu
sinnar í æsku sem oft á
tíðum voru bág. Hafið er
örlagavaldur í lífi hans;
ungur bjargar hann
skipshöfn úr sjávar-
háska. Óhaminn af útþrá
munstrar hann sig innan
við tvítugt á gamla fær-
eyska skútu. Ævintýra-
þráin teymir hann á enn
fjarlægari slóðir, til Afr-
íku og Asíu þar sem
hann starfar í áratugi.
Hann segir á skemmti-
legan hátt frá starfi sínu,
ferðalögum, ævintýrum
og mörgum kynlegum
kvistum sem urðu á vegi
hans.
272 bls.
Islenska bókaútgáfan
ISBN 9979-877-34-0
Leiðb.verð: 4.480 kr.